Menningardagskrá í haustfríinu í Kópavogi

Vísindasmiðjur, skapandi starf og metnaðarfullar sýningar fyrir fjölskyldur

Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum fyrir börn og fjölskyldur þeirra í haustfríi grunnskóla Kópavogs,  22. – 26. október, í Menningarhúsunum í Kópavogi.  Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður krökkum að kynnast undrum vísindanna á gangvirkan og lifandi hátt, skapandi listsmiðjur og sýningar verða í öllum húsum og ókeypis aðgangur á Gerðarsafn fyrir fullorðna í fylgd barna á meðan haustfríið stendur yfir.

Fjölskylduvænar sýningar

Á efri hæð Gerðarsafns stendur nú yfir sýningin Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum en þessi sýning á list Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson hefur vakið verðskuldaða athygli og höfðar til ólíkra kynslóða. Á neðri hæð stendur yfir  fjölskyldusýningin Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! en þar er hægt að stíga inn í undraheim Astrid Lindgren, Múmínálfanna og H. C. Andersen. Sýningunni er stýrt af börnum frá Norðurlöndunum, meðal annars fimm stúlkum úr Kópavogi.  

Hönnunarteymið ÞYKJÓ hefur skapað fjölskylduvænar innsetningar í bæði Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs sem hægt er að njóta og í Náttúrufræðistofu Kópavogs stendur yfir hin metnaðarfulla grunnsýning Heimkynni þar sem fræðast má um undur íslenskrar náttúru. Bláu kubbarnir í Gerðarsafni eru á sínum stað þar sem hægt er að skapa og skemmta sér og opið á Reykjavík Roasters þar sem hægt er að fá ljúffengar krásir.

Laugardagur 23. október 

Kl. 12    
Hádegisstund með Astrid Lindgren í fylgd Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur og barna úr Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi. Gerðarsafn.

Kl. 13 og 14
Tíst tístSkáldið Ewa Marcinek og leikhúsfrömuðurinn Nanna Gunnars leiða fjölskyldur í gegnum þrjátíu mínútna gagnvirka sögustund sem er ætluð 5-12 ára börnum. Fjölskylduvænn fjöltyngisviðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli. Söguþráðurinn hverfist um þann fjölda farfugla sem gera Ísland að heimili sínu hluta ársins. Náttúrufræðistofa Kópavogs

Mánudagur 25. október á Bókasafni Kópavogs

13:00-15:00
Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum krökkum að kynnast undrum vísindanna með gagnvirkum og lifandi hætti. Ýmis forvitnileg tæki og tól verða á staðnum og hægt verður að taka þátt í skemmtilegri smiðju sem gefur gestum kost á að uppgötva og fræðast með virkri þátttöku.

13:00-15:00
Á Lindasafni verður perlusmiðja og lita- og teiknistöð fyrir skapandi krakka.

Þriðjudagur 26. október á Bókasafni Kópavogs

11:00-12:30Bíósýning á 1. hæð aðalsafns. Ævintýralegur flótti (Tangled) verður sýnd á stóra tjaldinu í fjölnotasalnum fyrir bíóþyrsta gesti.

13:00-15:00Perlusmiðja í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns þar sem ofurhetjur og fleira spennandi verður til.

13:00-15:00
Á Lindasafni verður perlusmiðja og lita- og teiknistöð fyrir skapandi krakka.

Dagskrá Bókasafns Kópavogs í haustfríi 2021

Dagskrá Gerðarsafns í haustfríi 2021

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira