Bókasafn Kópavogs 70 ára

Bókasafn Kópavogs fagnaði 70 árum með pompi og prakt þann 15. mars 2023. Fjölbreytt dagskrá var á safninu frá morgni til kvölds og lögðu 1.500 gestir leið sína á safnið.

 „Bókasafnið er rýmið sem bæjarbúar sækja í til að hitta vini eða koma með fjölskylduna. Bókasafnið og starfsfólk þess stuðlar að lýðheilsu og er stuðningur og félagslegt net einstæðinga, fólks sem er utangarðs og fólks sem þarfnast félagslegra tengsla. Fólks sem mögulega fer hvergi annað yfir daginn“

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir
Lísa Zachrison Valdimarsdóttir þakkar starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf.

Bókasafn Kópavogs fagnaði 70 árum þann 15. mars síðastliðinn með pompi og prakt. Tæplega 1500 manns lögðu leið sína á safnið í tilefni dagsins enda þétt og fjölbreytt dagskrá frá kl. 10 um morguninn og fram á kvöld þar sem meðal annars komu fram Arndís Þórarinsdóttir verðlaunarithöfundur, Eva María Jónsdóttir jógakennari og fjölmiðlakona, og Idol-stjarnan Kjalar.

Lísa Zachrison Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs var að vonum verulega ánægð með daginn og þótti virkilega gaman að sjá hve margir sáu sér fært að fagna þessum stóra degi.

„Bókasöfn eru ekkert án gesta og það er virkilega ánægjulegt að segja frá því að gestir safnsins hafa aldrei verið fleiri og á síðasta ári, árið 2022. Þetta segir okkur að notkun á safninu er mikil og fer vaxandi, enda sjáum við sem störfum á safninu það á hverjum degi hve miklu máli safnið skiptir fyrir bæjarbúa og aðra.“

Bókasafnið skiptir miklu máli fyrir bæjarbúa

„Bókasafnið er samfélagsþjónustan og eina rými bæjarins sem fólk getur komið inn á án þess að þurfa að finna sig knúið til að taka upp veskið. Það er menningarmiðstöð eða kannski frekar félagsmiðstöð, hlutlaus staður þar sem fólk getur nálgast bæði upplýsingar og afþreyingu. Bókasafnið er rýmið sem bæjarbúar sækja í til að hitta vini eða koma með fjölskylduna. Bókasafnið og starfsfólk þess stuðlar að lýðheilsu og er stuðningur og félagslegt net einstæðinga, fólks sem er utangarðs og fólks sem þarfnast félagslegra tengsla. Fólks sem mögulega fer hvergi annað yfir daginn. Og safnið skipar stóran sess í inngildingu nýrra Kópavogsbúa og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi“, segir Lísa.

Lísa bætir því við að starfsfólk safnsins finni fyrir miklu þakklæti í lok hvers dags eftir að hafa aðstoðað, þjónustað eða spjallað við þá 7-800 gesti sem koma á hverjum degi. Starfsfólkið skipti ekki síður máli en gestirnir. Því án starfsfólks væri ekkert safn og engir gestir. Á safninu vinni sérfræðingar á flestum sviðum mannlífsins og starfið sé ótrúlega fjölbreytt.  „Við erum í raun samsuða af sálfræðingi, félagsráðgjafa, kennara, tómstundafræðingi, bókasafnsfræðingi og svo margt fleira“ segir Lísa Zachrison Valdimarsdóttir að lokum.

Unga kynslóðin nýtur sín á bókasafninu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
jan
Bókasafn Kópavogs
15
jan
Bókasafn Kópavogs
16:30

Myndgreining

16
jan
Bókasafn Kópavogs
17
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
jan
Bókasafn Kópavogs
18
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
18
jan
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

20
jan
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira