Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, mætir á bókasafnið og kynnir gesti og gangandi fyrir vörunum í Reset línunni og hvernig lánþegar Bókasafns Kópavogs geta nú fengið tækin lánuð heim. Einnig verður hægt að fá lánuð spilin Forleikur og Sambönd en þau eru hugsuð fyrir öll pör sem vilja opna umræðuna og kynnast makanum sínum betur.
Reset vörulínan er hugsuð til að gera sjálfsfróun eða kynlíf með maka enn ánægjulegra og er framleidd hjá vottuðum verksmiðjum og inniheldur mun minna af óumhverfisvænum efnum en sambærileg tæki.
Bæði Bókasafn Kópavogs og Blush styðja við Heimsmarkmiðin og starfa með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi. Saman stefnum við að endurnýtanlegri og grænni framtíð!
Eina sem þú þarft til að fá lánuð spil og tæki á Bókasafni Kópavogs er að vera 18+ og með gilt bókasafnsskírteini.