Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Hluti glugganna hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann bræðra í Þýskalandi, sem er sama glerverkstæði og Gerður vann með í lifanda lífi.