Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, listfræðingur, flutti erindi í Salnum í Kópavogi 30. september 2020. Þar fjallaði hún um ýmsa þætti í listferli Gerðar Helgadóttur með feminískri nálgun.
Feminísk listfræði (e. Feminist art history) á sér hálfrar aldar sögu. Upphafið má rekja til þeirrar viðleitni að varpa ljósi á listsköpun myndlistarkvenna og að sama skapi, þeirrar tilhneigingar að þagga niður framlag þeirra í karllægri listasögu.