Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir smiðjuna þar sem verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Myndir, litir, tilfinningar og hljóð í verkum á sýningunni Líkamleiki verða notuð sem innblástur og verða gerðar tilraunir til að breyta líkamanum í skúlptúr.
Smiðjan er ætluð grunnskólakrökkum á öllum aldri og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu. Krökkum og fullorðnum fylgifiskum er velkomið að mæta annan eða báða dagana.