25.ágú 16:00 ~ 26.ágú 19:00

Tvö saman

Menning í Kópavogi

Hálsatorg og Catalina, Hamraborg 11

Pola Sutryk og Maja Demska

Pola Sutryk er listamaður, matreiðslumaður og hönnuður ætra innsetninga og viðburða. Hún umbreytir fagurfræðilegri næmni og hrifningu af náttúrunni sem hún öðlaðist á barnsaldri í skógum austur-Póllands yfir í myndlist og matreiðslu. Sem stendur er hún með aðsetur í Reykjavík og skipuleggur viðburði, vinnustofur og aðra listræna starfsemi en hún álítur mat viðfangsefni, miðil og ástæðu til að koma saman. Í verkum sínum notast hún við gerjun, hefðbundna matreiðslutækni frá öllum heimshornum og villtar ætar plöntur.

Maja Demska er listakona, sýningarstjóri og rithöfundur með bakgrunn í grafískri hönnun. Hún rannsakar þemu á borð við gagnaskrár, upplýsingatækni, samskipti og óhefðbundin hagkerfa – með áherslu á tilfinningaleg og líkamleg tengsl okkar við þessar hugmyndir. Maja er stofnandi Groszowe sprawy (2018-2021) – óhagnaðardrifnu listrými sem starfar í sölubás á matarmarkaði undir berum himni í Varsjá.

Pola og Maja bjóða upp á þátttökusmiðju sem tekur á þemum tengdum samfélagsheild, samveru og samnýtingu í þágu almannaheilla, í von um að skapa þroskandi tengsl með því að undirbúa mat saman. Við munum eingöngu vinna með auðlindir Hamraborgar, nota villtar plöntur sem vaxa á svæðinu, hráefni úr bónus, pólsku búðinni, Videomarkaðurinn, Cibo Amore o.fl. Með matseld og undirbúningi fyrir Hamraborg festival partýið ræktum við náungakærleika í gegnum það að vinna að sameiginlegu markmiði. Okkur langar að kanna hugmyndina um samvinnu með því að vinna með hugmyndina um pör: hugsa um uppáhalds matarpörin okkar, taka þátt í æfingum sem eru gerðar í pörum (tengdar mataráhöldum, mat sem er ætlaður til að deila osfrv.).

Föstudagur 25.08.
16:00-20:00 Hátíðartjaldið á Hálsatorgi: opið spjall, hittumst, tölum og deilum með hvort öðru.
Laugardagur 26.08.
14:00-19:00 Catalina veitingahús: Aðalvinnustofa sýnidæmi fyrir pönktónleikana.

Hægt er að skrá sig hér: polasutryk@gmail.com

Dagsetningar

25.ágú

16:00 ~ 20:00

26.ágú

14:00 ~ 19:00

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

17
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
24
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
Salurinn
02
nóv
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

20
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira