26.ágú 16:00

Apex Anima & FRZNTE

Menning í Kópavogi

Bílastæði við Y gallery

Apex Anima & FRZNTE flytja mjög kraftmikla hljóð- og sjónsýningu, þar sem þær blanda saman lifandi tónlist, súludansi, myndefni og lazerum. Apex Anima leikur nýjustu rafrænu gimsteinana sína, sem hún hefur grafið upp með yfirnáttúrulegum leiðum á víðfeðmum, þvervíddar ferðalögum sínum.
FRZNTE sameinar súludans með tech noir fagurfræði, og skapar þannig draumkennda upplifun sem fagnar mannslíkamanum og valdeflir konur. Saman sameina þær hið stjarnfræðilega með hinu líkamlega, hið platónska við því erótíska og kyrrstöðu með loftfimleikum.

FRZNTE er plötusnúður, súludansari og menningarframleiðandi frá Berlín.
Í súludönsum sínum sameinar hún fluting, kóreógrafík og skúlptúríska þætti, sem oft vísa til byggingarfræðilegs samhengis. Líkami hennar, sem vefur sig og hreyfist um stöngina, verður að hreyfimyndum og látbragði um valdeflingu.
Nýlega var FRZNTE í samstarfi við Transmoderna, stafrænan list- og raftónlistarhóp sem DJ Dixon stofnaði í sameiningu og kom fram með Peaches í Deutsche Oper Berlin.
Sem plötusnúður blandar hún saman hip hop-i, diskó, teknó, booty beats og sígildum uppáhöldum til að umbreyta næturklúbbum í óhóflega villt partý. Tónlist hennar er bæði drasl og glamúr. Stundum kemur hún með stöngina sína í veisluna og vekur upp reykjarmökk með háum hælum sínum sem snúast hægt og rólega fyrir dáleiðandi Pole DJ settið.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

01
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
ágú
Gerðarsafn
09
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

10
ágú
Menning í Kópavogi
12
ágú
Menning í Kópavogi
16
ágú
Menning í Kópavogi
29
ágú
05
sep
Menning í Kópavogi

Sjá meira