28.feb 12:15 - 13:00

Leiðsögn sýningarstjóra | Hallgerður Hallgrímsdóttir

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn Hallgerðar Hallgrímsdóttur sýningarstjóra um sýninguna Venjulegir staði/Venjulegar myndir miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis.


Sýningin birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek. Listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að veita ákveðnum hlutum ítrustu athygli, brengla hversdaginn með því að fletja hann út eða umbreyta með öðrum hætti. Á sýningunni myndast samtal á milli myndaraða Ívars frá árunum 1991-2023 við skúlptúra, vídeóverk, ljósmyndaverk og innsetningar sem einnig spretta úr skynjun mannverunnar á umhverfi sínu.

Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) er myndlistarkona og býr og starfar í Reykjavík. Hún er með MA frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi 2019. Áður nam hún við myndlist með áherslu á ljósmyndun við Glasgow School of Art. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Fotografisk Center í Kaupmannahöfn. Hallgerður hefur starfað hjá Gerðarsafni við verkefnastjórn og sýningastjórn síðan 2020.

Deildu þessum viðburði

16
apr
Salurinn
30
apr
Salurinn
07
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
apr
Salurinn
20:30

Belonging?

04
apr
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira