Upptakturinn slær taktinn á ný

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri
til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk
sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands
og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardeg
Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024.

Umsóknarfresturinn er 21. febrúar. 2024


Upptakturinn er árviss viðburður á vegum Hörpu sem nú er haldinn í tólfta sinn.
Alls hafa 135 tónverk verið flutt eftir um 200 þátttakendur. Árlega eru sendar inn
um það bil 90 tónsmíðahugmyndir sem valnefnd velur úr.
Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards fyrir besta
tónlistar- og þátttökuverkefnið 2022.


Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi
sem þau kjósa, á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift.
Áhersla er lögð á að styðja þau í fullvinnslu hugmyndar, en ungmennin sem komast
áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við
Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn
nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er nýtt tónverk flutt
af nemendum LHÍ og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

18
maí
Gerðarsafn

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

18
maí
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn á pólsku

21
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

22
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
maí
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

23
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

28
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

29
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR