Mögnuð Safnanótt

Það var mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar Safnanótt var haldin hátíðleg í Kópavogi í gær. Um tuttugu fjölbreyttir viðburðir voru í boði og létu gestir ekki leiðindaveðrið stoppa sig í að koma og njóta.

Eygló Harðardóttir sýndi nýtt ljóslistaverk á Kópavogskirkju en verkinu verður aftur varpað á Kópavogskirkju í kvöld frá 18:30 – 24:00. Verk Eyglóar ber heitið Sviðsmyndir og er í nánu samtali við arkitektúr kirkjunnar og glerlistaverk Gerðar Helgadóttur. 

Stærsti viðburðurinn var án efa söngveislan í Salnum en þar komu fram íslenskir og arabískir tónlistamenn og fluttu tónlist eftir líbönsku tónlistakonuna Layali Fairuz. Flutningurinn var töfrum líkastur og það var mögnuð stund þegar stór hluti gesta tók undir í söng. 

Á Bókasafninu og Náttúrufræðistofu var hægt að hlýða á Sævar Helga Bragason fjalla um heimingeiminn, hlæja með þeim stórskemmtilegu rithöfundum Braga Páli Sigurðsson og Friðgeir Einarssyni. Lúðrasveit Verkalýðsins átti stórinnkomu með hressandi popplögum í útsetningu fyrir lúðrasveit sem og Eyrún Ósk Jónsdóttir sem flutti ljóðagjörning með mögnuðu undirspili frá Hakim Richards á trommur . Margrét Eir, óviðjafnanleg að vanda, flutti jazzaða útgáfu af fjölbreyttum dægurlögum. 

Í Gerðarsafni sögðu myndlistarmennirnir Haraldur Jónsson og Joe Keys frá verkum sínum á sýningunni Venjulegir staðir. Rósa Ómarsdóttir fór með gesti inn í heim Moltu og nemendur samtímadansbraut Listaháskóla Íslands dönsuði inni í rýminu. 

Cecilie Cedet Gaihede bauð upp á leiðsögn um varðveislurýmið í Gerðarsafni sem er að öllu jöfnu ekki opið hinum almenna safngesti og hefur að geyma verðmætan safnkost Gerðarsafns.

Margt fleira var á dagskrá í Hljóðbókasafni, y-galleríi og Molanum og er öllum listamönnum og gestum kærlega þökkuð þátttaka í velheppnaðri Safnanótt í Kópavogi.

Ljósmyndir: Anton Brink.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
04
des
Gerðarsafn
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira