Dr. Bæk verður við Náttúrufræðistofu Kópavogs, laugardaginn 4. maí frá 13 – 15, og býður upp á fría ástandsskoðun á hjólum.
Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla,skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.
Alls konar spurningar leyfðar.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarblíðunni.