Opnun í Y Gallerí
Scarlet Red, Royal Blue er framhald verka Katrínar Agnesar þar sem hún vinnur með litaduft sem efnivið. Arkitektúr og virkni sýningarrýmisins leiddu Katrínu til að þróa efnið á þann hátt að það væri óáþreyfanlegt svo úr varð litaður reykur, framleiddur úr litadufti. Pigment og loft. Eftir tilraunaferli í samvinnu við efnafræðinga, tókst að framleiða tvær reykblöndur úr Kremer pigmentunum Quinacridone Scarlet, PR 207 og Phthalo Blue, Royal Blue, PB 15:3. Þegar kveikt er í duftinu, sem er pressað í töfluform, myndast rauður eða blár reykur – Scarlet Red eða Royal Blue.
Sýningin samanstendur af ljósmyndum af því augnabliki þegar reykurinn verður til, einskonar augnabliks skúlptúrum.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.