12.jan 13:30

Hamskipti

Salurinn

Einleiksgítarinn er í aðalhlutverki á þessum spennandi tónleikum þar sem hljómar glæný tónlist í bland við sígilda í frábærum flutningi Svans Vilbergssonar. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður tónleikaspjall þar sem veitt verður innsýn í efnisskrána.

EFNISSKRÁ

* Daniele Basini
Staðir (2024)
I – Vetur undir Hraundraga
II – Vor á Dalfjalli
III – Sumar í Stórurð
IV – Haust í Vesturdal

* Jón Leifs (1899 – 1968)
– Fughetta (Úts. S. Vilbergsson)

* Jón Nordal (1926 – 2024)
Hvert örstutt spor (Úts. S. Vilbergsson)

* Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013)
Heyr, himna smiður (Úts. O. Sigmundsson)

* Bára Sigurjónsdóttir (1979)
Reykjavík, ó Reykjavík (2024)

* Egill Gunnarsson (1966)
Nýtt verk , frumflutningur (2025)

-Hlé-

* Claude Debussy (1862-1918)
Soireé dans Grenade

* Manuel de Falla (1876-1946)
Homenaje: Pour Le Tombeau de Claude Debussy
(Til heiðurs Claude Debussy að honum látnum)

* Isaac Albeniz (1860-1909)
Asturias
Granada
Rumores de la caleta

Um efnisskrána:

Ítalska tónskáldið Daniele Basini er búsett á Akureyri og hefur samið fjölda verka, bæði kammer- og einleiksverk. Verkið sem hér um ræðir var samið fyrir Svan árið 2024 og var frumflutt á Akureyri í nóvember 2024.

Því næst hljóma þrjár nýjar gítarútsetningar á undurfögrum perlum eftir þá Jón Leifs, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson.

Reykjavík, ó Reykjavík eftir Báru Sigurjónsdóttur var frumflutt af Svani Vilbergssyni í Kaupmannahöfn í apríl síðastliðnum og hljómar í fyrsta sinn á Íslandi á þessum tónleikum.

Síðasta verk fyrir hlé verður frumflutningur á glænýju verki eftir Egil Gunnarsson sem þekkir gítarinn út og inn.

Seinni hluti tónleikanna hefst á verkinu Soireé dans Grenade eftir Claude Debussy. Verkið er eitt þriggja verka í flokknum Estampes og er af mörgum talin fyrsta alvöru tilraun Debussy með nýjan stíl sem í dag kallast impressíonismi. Greina má laglínur sem minna á arabíska tónlist, á meðan hrynurinn byggir á dansinum habanera sem varð til á Kúbu og naut mikilla vinsælda á Spáni á tíma Debussy.

Við andlát Claude Debussy var tónskáldið Manuel de Falla beðið um að skrifa minningargrein um hann í blaðið Revue Musicale. Í stað þess ákvað Falla að skrifa gítarverk til minningar um Debussy sem hann kallaði einfaldlega Homenaje. Seinna átti hann eftir að útsetja það fyrir einleikspíanó og síðar fyrir sinfóníuhljómsveit. Í verkinu má greinilega heyra tilvitnun í verk Debussy Soireé dans Grenade.

Verkin Asturias og Granada eru úr Suite Espaniola eftir Isaac Albeniz. Verk þessarar svítu teikna upp myndir af borgum og öðrum svæðum á Spáni þar sem hrynur og hljómfall skapa þá stemningu sem tilheyrir hverjum stað. Það er áhugavert að heyra hvernig verkið Granada hljómar í samanburði við verk Debussy sem sækir innblástur í sömu borg.

Rumores de la caleta ber undirtitilinn Malaguena og er þar átt við dansinn fræga ættaðan frá Malaga. Ryþmískur og kraftmikill dans með greinilegum áhrifum úr flamenco-tónlistarhefðinni.

Svanur Vilbergsson hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Á meðal verkefna hafa verið tónleikar á Inishowen International Guitar Festival á Írlandi, Grand Nordic Guitar Festival í Kaupmannahöfn, Classical Guitar Retreat á Skotlandi og Reykjavík Classics tónleikaröðinni í Eldborg Hörpu þar sem hann varð fyrsti klassíski gítarleikarinn til að spila einleik í þeim sal. Hann hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og á Spáni og var valinn fyrir Íslands hönd til þátttöku í norsk-íslenska menningarverkefninu Golfstraumurinn. Fjölmörg tónskáld hafa tileinkað honum verk og í febrúar 2014 frumflutti hann í Hörpu, ásamt Kammersveit Reykjavíkur, gítarkonsertinn Halcyon Days sem saminn var af tónskáldinu Oliver Kentish .

Árið 2011 kom út fyrsti einleiksdiskur Svans sem kallast Four Works og hefur honum verið einkar vel tekið. Svanur er meðlimur í Íslenska gítartríóinu , sem tilnefnt var til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 og Stirni Ensemble sem hefur sérhæft sig í flutningi á íslenskri samtímatónlist. Hann kennir meðal annars klassískan gítarleik við Menntaskólann í tónlist og Listaháskóla Íslands.

Svanur hóf gítarnám sitt hjá Torvald Gjerde, Garðari Harðarssyni og Charles Ross við Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar og Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Sautján ára fór hann til Englands til náms við King Edwards VI menntaskólann í Totnes þar sem gítarkennari hans var Colin Spencer og útskrifaðist Svanur þaðan af tónlistar- og líffræðibraut árið 2001. Þaðan hélt hann til Spánar og sótti þar einkatíma hjá Arnaldi Arnarssyni við Escola Luther.

Árið 2002 hóf Svanur nám hjá ítalska gítarleikaranum Carlo Marchione við Tónlistarháskólann í Maastricht og lauk þaðan B.Mus.-gráðu vorið 2006. Sama ár hóf hann mastersnám hjá Enno Voorhorst við Konunglega tónlistarháskólann í Haag sem hann lauk vorið 2008. Þá hefur hann einnig sótt tíma hjá Sonju Prunnbauer í Freiburg.

Deildu þessum viðburði

12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

09
feb
Salurinn
16
mar
Salurinn
25
maí
Salurinn

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn

Sjá meira

Salurinn

09
jan
Salurinn
11
jan
Salurinn
12
jan
Salurinn
13:30

Hamskipti

21
jan
Salurinn
Jón úr Vör
26
jan
Salurinn
06
feb
Salurinn
09
feb
Salurinn
15
feb
Salurinn

Sjá meira