Listaverki Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur var varpað á Kópavogskirkju 4. og 5. febrúar í tilefni Vetrarhátíðar í Kópavogi.
Verk Sirru, sem var gert sérstaklega fyrir form Kópavogskirkju og í samtali við list Gerðar Helgadóttur, var gert að beiðni Kópavogsbæjar í tilefni Vetrarhátíðar.
Hátíðin var að þessu sinni lágstemmd og voru ljósaverk og listaverk utandyra í forgrunni.