Í tilefni af Vetrarhátíð verður boðið upp á sundlaugafjör í Salalaug, laugardaginn 8. febrúar frá klukkan 13:30 – 15:30.
DJ Sunna Ben, einn þekktasti plötusnúður landsins, þeytir skífum og trúðavinkonurnar Silly Suzy og Salamala lífga upp á daginn með busli, trúðalátum og samhæfðum sundtökum.
Ókeypis verður í sund á þessum tíma og Emmess býður upp á ís.