Kátt á línunni“ er tónleikaröð í samstarfi við Hamraborg Festival á Café Catalinu. Þriðja fimmtudag hvers mánaðar verða haldnir tónleikar á Café Catalinu þar sem fram kemur fjölbreytt úrval grasrótartónlistarfólks.
Fimmtu tónleikar raðarinnar verða sumardaginn fyrsta, 24. apríl eru jafnframt lokatónleikar raðarinnar í vetur. Þá koma fram Teitur, Andervel og Einakróna sem bjóða upp á ljúfa og sólríka stund sama hvernig veðrar.
Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Miðinn kostar 2500 kr – sveigjanlegt verð, má borga minna, má borga meira. Bara selt inn við hurð.
Tónleikaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og Menningarsjóði FÍH
Grafísk hönnun: Alexander Jean Le Sage de Fontenay
„Kátt á línunni“ is a brand new concert series in collaboration with Hamraborg Festival, at Café Catalína. Every third Thursday, concerts showcasing the best of the Icelandic grassroots music scene will be held.
//
The fifth edition takes place on the first day of summer, April 24th and will be the last concert of the series this season. Teitur, Andervel and Einakróna will perform, offering guests a heartfelt and sunny experience, whatever the weather.
Doors open 20:00. Ticket price 2500 kr., sliding scale: pay more if you can/want, pay less if you need. Tickets at the door only.
The concert series is supported by Kópavogur arts council and FÍH culture fund.
Graphic design: Alexander Jean Le Sage de Fontenay