Kökuboð á Bókasafninu!
Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd verður með skemmtilegt og fræðandi erindi um hvað það er sem við erum að samþykkja þegar við samþykkjum allar vefkökur.
Hvaða upplýsingar erum við til í að veita þriðja aðila um okkur? Af hverju biðja forrit um aðgang að myndavélinni okkar eða staðsetningu?
Létt og skemmtileg kynning og að sjálfsögðu bjóðum við upp á kökur og kaffi. Enda eru flestir sammála um að það séu bestu kökurnar sem hægt er að samþykkja.
Erindið er hluti af verkefninu ,,Bókasafnið gegn upplýsingaóreiðu“ sem er styrkt af Bókasafnasjóði