Uppskeruhátíð sumarlestrar

Það ríkti mikil gleði á Bókasafni Kópavogs í gærkvöldi þegar tæplega hundrað börn og fullorðnir mættu á uppskeruhátíð sumarlestursins. Enda tilefnið mikið. Börnin í Kópavogi lásu í 1919 klukkustundir samtals, en það eru 80 sólahringar. Ef við gefum okkur að hver skóladagur sé 6 klukkustundir má segja að börn í Kópavogi hafi lesið í 320 skóladaga í sumar.

Gunnar Helgason kom og las upp úr væntanlegri bók sinni sem kemur út á haustdögum og síðan voru dregnir út nokkrir vinningar og allir sem tóku þátt í sumarlestrinum voru í pottinum. Að lokum fengu öll sem mættu á hátíðina stílabók með mynd af Gloríu bókasafnskisu Bókasafns Kópavogs með auðum síðum svo þau gætu sjálf skrifað eigin sögu, ljóð eða myndskreytt.

Þá var skálað í berjavatni og við gerðum okkur glaðan dag með poppi sem var í pokum skreyttum ævintýrasögupersónum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR