Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi

Fimmtudaginn 11. september síðastliðin hélt Bókasafn Kópavogs ráðstefnu fyrir starfsfólk bókasafna og þeirra sem starfa með innflytjendum. Yfirskrift ráðstefnunnar var Bókasafnið í fjöltyngdu samfélagi og var hún lokahnykkurinn í samstarfsverkefni milli Bókasafns Kópavogs, Hässleholm City Library í Svíþjóð og Central Library of Lääne County í Eistlandi um að bæta þjónustu við innflytjendur. Um 80 manns sóttu ráðstefnuna.

Upphaf verkefnisins má rekja aftur til vordaga 2024 þegar Bókasafn Kópavogs fékk styrk frá Nordplus fyrir þróunar- og samstarfsverkefni milli Bókasafns Kópavogs, Hässleholm city library í Svíþjóð og Central Library of Lääne County í Eistlandi með það markmið að bæta þjónustu við innflytjendur.

Við tók samstarf þar sem bókasöfnin þrjú lögðu af stað með þá hugsjón að sníða þjónustu bókasafnanna að þörfum innflytjenda með áherslu á inngildingu flóttafólks. Haldnir hafa verið ýmsir viðburðir, svo sem tungumálaklúbbar og menningarhátíðir sem hafa skilað sér í því að innflytjendur sækja öll bókasöfnin þrjú heim í auknum mæli.

Þá hafa bókasöfnin heimsótt hvert annað, miðlað verðmætri þekkingu og bætt eigið starf í kjölfarið. Lokahnykkurinn var svo ráðstefnan, en hana sóttu einmitt gestir frá bókasöfnunum tveimur í Haapsalu og Hässleholm auk tæplega 60 þátttakenda frá íslenskum bókasöfnum og menningarstofnunum.

Erindin voru enda fjölbreytt, en fyrrnefnd bókasöfn kynntu fjölmenningarstarf sitt, áskoranir og árangur, auk þess að Soumia Islami Georgsdóttir hélt erindi um innflytjendur og að þeir eru ekki einsleitur hópur, Kristín María Kristinsdóttir var með erindi um skráningu íslenskra höfunda af erlendum uppruna, þar sem æði misjafnt er hvort þeir eru skráðir eftir fornafni eða eftirnafni, Jorika Tundra sagði frá starfinu með GETA hjálparsamtökum, Bókasafn Hafnarfjarðar fræddi um pólska starfið sem fram fer þar og frá Landskerfi var erindi um það hvað gögnin geta sagt okkur um innflytjendur og bókakostinn. Að auki var boðið upp á tónlistaratriði frá Andrési Ramón og upplestur frá Jakubi Stachowiak, en þeir eru báðir innflytjendur á Íslandi.

Segja má að styrkurinn hafi nýst vel og fjölmenningin blómstri sem aldrei fyrr á bókasöfnum og ekki úr vegi að vitna að lokum í Andrés Ramón: „Bókasöfn eru musteri menningar, tungumála og samkenndar.“

Starfsfólk Bókasafns Kópavogs þakkar innilega öllum sem sóttu ráðstefnuna og frábærum fyrirlesurum og flytjendum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
sep
Salurinn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR