Lærðu að teikna í magnastíl!
Vegna veðurs þurfti að fella niður teiknismiðjuna sem var á dagskrá í vetrarfríinu í október. En mangaaðdáendur og listaspírur geta tekið gleði sína á ný því smiðjan er aftur komin á dagskrá og verður haldin laugardaginn 6. des. í ungmennadeildinni.
Í smiðjunni læra þátttakendur að teikna mangahöfuð og einnig svokallað „head rotation“. Ef vel gengur verður líka farið í örlítinn bakgrunn mangateikningar.
Guðbrandur Magnússon er teiknari og kennir mangateikningu hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og Nexus.
Smiðjan er fyrir 11 ára og eldri og fer fram í ungmennadeild safnsins á þriðju hæð.
Þátttaka er ókeypis og allur efniviður verður í boði á staðnum.













