04.feb 2026 18:00

Opnun | HÖRÐUR

Gerðarsafn

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar HÖRÐUR miðvikudaginn 4.febrúar kl. 18:00 í Gerðarsafni.

Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli ólíkra listgreina til að finna sameiginlegan og margslunginn kjarna sjónmenningar.

Á sýningunni eru verk Harðar sem birta nálgun hans á form- og litafræði á árunum 1955-1978. Verkin á sýningunni þvera það sem hefðbundið væri flokkað sem myndlist og hönnun sem tengja fullkláruð verk, undirbúningsverk og hugmyndavinnu saman.  Í þessari formrænu könnun hans má finna það svið þar sem arkitektinn og ljóðskáldið tvinnast hvað mest saman, þar sem rannsakandinn og skaparinn ná saman í heildrænni hugsun um kjarna allrar listar.

Sýningarstjórn sýningarinnar er í höndum Brynju Sveinsdóttur og Studio Studio (Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur).

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi
22
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Gerðarsafn
24
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

24
jan
Gerðarsafn
04
feb
02
maí
Gerðarsafn
04
feb
Gerðarsafn
16
maí
06
sep
Gerðarsafn

Sjá meira