Sigurljóðin 2026 – Ljóðstafur Jóns úr Vör

Framlag mitt í minningabanka nærri útdauðra hljóða

eftir Unu Björk Kjerúlf


Skrjuff, klonk,
fssst, dadonk.
Ég framkalla gömul bakgrunnshljóð eftir minni.
Lokhljóð úr málmgini.


Skrjuff, klonk.
Stundum fssst, dadonk
– eftir magni og undirlagi.


Hljóð sem var boðberi frétta
utan úr heimi,
úr næsta bæ,
næstu götu,
frá gömlum frænkum,
stofnunum,
pennavinum.
Innan úr draumum,
óskum og vonum
um lukku
(ef þú slítur ekki keðjuna).


Frá hendi til handar,
húsi til húss,
bárust boð.
Og heimurinn stækkaði
með hverjum skelli úr gómi ginsins.
Hægt og bítandi,
bréf fyrir bréf.
Skrifuð af natni,
skyldu,
þakklæti,
áminningu,
söknuði.
Að nóttu,
í flýti,
með lykkjum,
á útlensku,
á dulmáli,
villevekk,
virðingarfyllst,
með kærri kveðju.


Skrjuff, klonk.
Fssst, dadonk.
Hljóð óvissu og eftirvæntingar.
Eins og biðin eftir pökkum á jólum
eða skilaboð á miðilsfundi.
(Er þetta til mín?)


Hver heldur utan um gömul hljóð
sem eru við það að hverfa?
Hvaða stofnun tekur við þeim?


Ég skráset hljóðin,
færi upplifun þeirra í orð.
Póstnálægð.
Fjölrituð blöðin ber ég út,
hús eftir hús,
götu eftir götu.


Í hverfinu bergmálar
skrjuff, klonk,
fssst, dadonk

NÁTTÚRAN

eftir Katrínu Leu S. Sigþórsdóttur


Ég lít út um gluggann og sé undurfagurt málverk.
Snjórinn glitrar eins og demantar.
Vindurinn hvín eins og sinfónía.
Hér er fallegt.
Hér á ég heima.
Litirnir á trjánum vísa mér leiðina heim.
Stjörnurnar skína í myrkrinu.
Norðurljósin dansa með.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
jan
Bókasafn Kópavogs
21
jan
Menning í Kópavogi
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
24
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

24
jan
Bókasafn Kópavogs
24
jan
Gerðarsafn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
26
jan
Bókasafn Kópavogs
27
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR