Verið velkomin í Vísindaskóla Náttúrusafns Kópavogs miðvikudaginn, þann 4. mars.
Að þessu sinni spyrjum við…
Hvað eru kristallar og hvernig myndst þeir?
Vísindaskólinn verður í Tilraunastofu Náttúrusafnsins og hefst kl. 16:30 stuttri á fræðslu þar sem krakkar fá að skoða mismunandi kristalla. Svo gerum við tilraun, þar sem þáttakendur búa til sinn eigin kristal.
Viðburðurinn hentar krökkum á aldrinum 8-12 ára en öll forvitin eru hjartanlega velkomin, foreldrar líka.
Vísindaskóli Náttúrusafns Kópavogs er liður í því að auka aðgengi að vísindum fyrir fróðleiksþyrsta krakka með opnum smiðjum eftir skóla.
Aðgangur er ókeypis!
// English
You are warmly welcome to the Science School Wednesday, March 5th.
This time, we ask…
How are crystals formed?
The event starts at 16:30 with a short introduction, followed by an opportunity for the kids to explore different types of crystals. Then, we will conduct an experiment where the group will create their own crystal.
Admission is free!










