Í fyrirlestrinum fjallar Sigrún Alba um ljósmyndir og áhrif þeirra á það hvernig við skynjum og upplifum veruleikann, hvernig við reynum að miðla upplifunum okkar í gegnum ljósmyndir og umbreyta veruleikanum í myndir. Í fyrirlestrinum verður fjallað bæði um hversdagslega notkun á ljósmyndum, um ljósmyndina sem rannsóknartæki og um ljósmyndina sem listmiðil. Sigrún Alba mun í því sambandi fjalla sérstaklega um ljósmyndir Elínar Hansdóttur og Santiago Mostyn sem nú má sjá í Gerðarsafni en einnig segja frá bók sinni Snjóflygsur á næturhimni sem kemur út hjá Máli og menningu síðar á árinu og fjallar um hlutverk ljósmynda og áhrif þeirra á minningar, viðhorf, skynjun og skilning á veruleikanum.