17.apr 13:00

Kúltúr klukkan 13 | GerðarStundin

Gerðarsafn

Skapandi fjölskyldusmiðja með Bergi Thomasi, Loga Leó og Unu Margréti í Stúdíói Gerðar

Gerðarsafn tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem streymt er heim í stofu á meðan samkomubann stendur yfir. Viðburðirnir eru sendir út í samstarfi við Stundina klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Föstudaginn 17. apríl verður önnur GerðarStundin send út frá Gerðarsafni þar sem myndlistarmennirnir Bergur Thomas Anderson, Logi Leó Gunnarsson og Una Margrét Árnadóttir leiða skapandi fjölskyldusmiðju í Stúdíói Gerðar. Þau koma með skemmtilegar hugmyndir sem börn og fullorðnir geta búið til úr einföldum og aðgengilegum efnivið heima hjá sér.
Í þessum öðrum þætti verður áhorfendum kennt að búa til gluggamálningu úr maísmjöli, uppþvottalegi og matarlit, líkamsmálningu úr maísmjöli, hveiti, olíu og kremi og að lokum límteikningar úr lituðum pappír, lími og ýmsum kornvörum.
Leyfið okkur að sjá ykkar listaverk – takið mynd og deilið á samfélagsmiðlum með merkinu #gerdarstundin
Njótum samverustunda með börnunum og sköpum saman!
Horfið á GerðaStundina hér 😀

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

22
apr
Bókasafn Kópavogs
22
apr
30
ágú
Bókasafn Kópavogs
22
apr
Salurinn
23
apr
Bókasafn Kópavogs
23
apr
Bókasafn Kópavogs
16:00

Hananú!

23
apr
Salurinn
20:00

Fever!

24
apr
Bókasafn Kópavogs
24
apr
Menning í Kópavogi
03
maí
04
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira