22.sep 13:00

Fjölskyldustund | Gjörningastund með Styrmi

Gerðarsafn

Listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundsson leiðir gjörningastund fyrir alla fjölskylduna.

Laugardaginn 22. september kl. 13:00-15:00 á sér stað Fjölskyldustund sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson leiðir. Styrmir vinnur með gjörningalist, break dans, rapp/söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr og leikstjórn. Á námskeiðinu sýnir hann þátttakendum hvernig þessi mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum.
Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  er Styrmir með verkið Líffæraflutningur sem samanstendur af fjórum skúlptúrum í formi mismunandi líffæra úr keramiki sem jafnframt eru hljóðfæri.
Styrmir (f. 1984) býr og starfar bæði í Varsjá, Póllandi og Reykjavík. Hann lauk listnámi í Amsterdam við Sandberg Institute (MA) árið 2012 og Gerrit Rietveld Academy (BFA) árið 2009. Í kjölfarið hefur Styrmir unnið að fjölbreyttum verkefnum, sýnt verk sín og flutt gjörninga á alþjóðlegum vettvangi, bæði á hátíðum, í söfnum og sýningarrýmum og innan leikhússins.  Nýlega flutti hann gjörninginn What Am I doing With My Life í skála Litháens á Feneyjartvíæringnum 2017, sem hefur verið sýndur víða bæði á Íslandi og í Evrópu.
Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er fjórum samtímalistamönnum boðið að ganga inn í yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn. Viðburðurinn er opinn öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.

Mynd: Kiki Petratou
I’ll Fly With You (performance), Waalse Kerk Rotterdam, 2015

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira