04.júl 20:00

Endur hugsa um galdra

Gerðarsafn

Menning á miðvikudögum

Næstkomandi miðvikudagkvöld verður listhópurinn Endur hugsa með dagskrá þar sem leiðarstefið verður galdrar – í hversdagslífinu, í söguhefð, í sagnahefð – og önnur óútskýranleg, dularfull og undraverð fyrirbæri eins og nánd við náttúru, aðrar lífverur og hluti.
Boðið verður upp á hollan vegan mat kl. 20:00 á neðri hæð Gerðarsafns sem áður hýsti kaffihúsið Garðskálann.
Listahópurinn Endurhugsa mynda Vigdís Bergsdóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ágústa Gunnarsdóttir. Hópurinn fjallar um umhverfismál í gegnum list og leitast við að skapa aðstæður til þess að staldra við og velta fyrir sér óræðum og mögulega ósvaranlegum spurningum, í þeim tilgangi að dýpka skilning á samhengi og sambandi mannsins við umhverfi sitt. Í sumar starfa þær fyrir Menningarhúsin í Kópavogi og hafa sett saman þétta viðburðardagskrá; röð fyrirlestra og listauppákoma annan hvern miðvikudag ásamt Fjölskyldustundum og fræðslu annan hvern laugardag. Miðstöð Endurhugsa er annars vegar í Geislahvelfingunni, gróðurhúsi úr geisladiskum á útisvæði Menningarhúsanna og hinsvegar í Gerðarsafni þar sem þær hafa haldið kvöldviðburði sína.

Dagskráin hefst á sjósundi og svo verður hjólað á Gerðarsafn, þar sem boðið verður upp á hollan vegan mat í upphaf viðburðarins.
Dagskrá:
17:30-20:00
Hisst hjá hljómskálanum, hjólað í sjósund og í Gerðarsafn, Kópavogi
 
20:00-22:00
Á Gerðarsafni
Birnir Jón Sigurðsson les smásögur
Hávísindalegur rauðkáls galdur eftir Endur Hugsa
Sigrún Gyða fremur gjörning
 
Á heimasíðu er hægt að nálgast upplýsingar um frekari viðburði:
https://www.endurhugsa.com/home
Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Héraðsskjalasafn og Salurinn.
 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

05
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
07
apr
Bókasafn Kópavogs
07
apr
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
08
apr
Bókasafn Kópavogs
09
apr
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

05
apr
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn
30
apr
10
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira