02.nóv 13:00

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Gerðarsafn

Luktagerð og tilraunir með ljós og skugga.

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er sífellt mikilvægara að tendra hlýju og ljós í hjörtum manna og luktir Martinsmessu eru myndlíking fyrir þetta ferli. Þegar náttúran sefur verðum við að vera vakandi.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
  
Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir lauk námi á myndlistarbraut Listaháskóla Íslands (BA) áður hún hélt til Vínar í frekara nám við  Akademie der Bildende Kunste, þar sem hún útskrifaðist árið 2014. Hún vinnur í blandaða miðla; teikningar, skúlptúra, málverk, gjörninga, og hljóð – og vídeó innsetningar. Hún vinnur verk sín út frá hugmyndum sem birtast í undirmeðvitundinni, á mörkum drauma og dagdrauma og hefur áhuga á að skoða eigin skynjun og skapandi ferli sem leið til sjálfsþekkingar.
 
Guðrún Vera Hjartardóttir nam listir í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1987–1991 og BA í Akademie Voor Beeldende Kunst í Hollandi á árunum 1991–1994 (BA).  Árið 2011 lauk hún Listgreinakennslu (MA) frá Listaháskóla Íslands. Hún leggur áherslu á skúlptúr og innsetningar í rými og hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Á meðal sýninga má nefna: Rætur (Gallerí Hlemmur), Beðið eftir meistaraverki (Gerðarsafn), Velkomin(n) í mannheima (Listasafn Reykjavíkur), Happy days, experiences of the double (Broadway Gallery, New York), Looking at others (Umjetnicki paviljon u Zagrep, Króatía).

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

16
maí
Gerðarsafn
09
jún
Gerðarsafn
Heiðar Kári

Sjá meira