08.feb 18:00

Safnanótt

Gerðarsafn

Safnanótt fer fram föstudaginn 8. febrúar

Safnanótt fer fram í Gerðarsafni þann 8. febrúar og er hún liður af Vetrarhátíð sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá Gerðarsafns verður með ýmsu móti en auk þess eru Menningarhúsin í Kópavogi með fjölbreytta dagskrá. 
 
Viðburðir Gerðarsafns: 
  

18:00 – 21:00
Þínir eigin spíralar og mynstur. Vinnustofa með myndlistarmanninum Doddu Maggý með áherslu á spírala og mynstur í tengslum við sýninguna Ó, hve hljótt þar sem hún sýnir verk sitt Curlicue (spectra). Tilraunir verða gerðar með samsetningu pappírs, lita og mynstra og hentar smiðjan breiðum aldurshóp. Listakonan nýtir skjávarpa og vídeóvél og varpar vídeói af spírölum sem hafðir eru til fyrirmyndar. Dodda Maggý býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur myndlistarverk þar sem hún nýtir bæði aðferðarfræði myndlistar og tónlistar. Verk hennar hafa verið sýnd víða í söfnum, galleríum og á listamessum, bæði á Íslandi og erlendis.
 
19:00
Þinn eigin dans. Gestum er boðið að taka þátt í dans leiðsögn með Sögu Sigurðardóttur dansara og danshöfundi í fararbroddi. Áhersla er á hreyfingu og möguleikann á því að tjá upplifun í gegnum líkamann. Til innblásturs eru verk á sýningunni Ó, hve hljótt en sýningin samanstendur af vídeó verkum eftir erlenda og íslenska samtímalistamenn. Saga Sigurðardóttir lauk danshöfundanámi frá ArtEZ Dansakademie í Hollandi og Meistaragráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur um árabil starfað sjálfstætt sem dansari og -höfundur með ýmsum listamönnum og performans-hópum bæði hérlendis og víðar um Evrópu.
 
20:30 
Þín eigin leiðsögn. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri veitir leiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt þar sem verk íslenskra og erlendra listamanna mynda heillandi mynd- og hljóðheim. Listamenn sýningarinnar eru Doug Aitken, Charles de Meaux, Dodda Maggý, Pierre Huyghe, Romain Kronenberg, Ange Leccia & Dominique Gonzalez-Foerster, Sigurður Guðjónsson, Lorna Simpson, Steina, Jean-Luc Vilmouth. Sýningarstjórar eru Pascale Cassagnau, CNAP og Gústav Geir Bollason, Verksmiðjan á Hjalteyri.
 
21:00 – 23:00
Þitt eigið vídeóverk. BYOB (Bring Your Own Beamer) er hugmynd að opnu sýningarverkefni sem stofnað var af listamanninum Rafaël Rozendaal árið 2010. Síðan hafa slíkir viðburðir verið haldnir um heim allan. Hugmyndin er einföld. Viðburðirnir standa yfir eina kvöldstund og eru skipulagðir af mismundandi aðilum, á ýmsum stöðum, með ólíkum verkum. Eina sem þáttakendur þurfa að gera er að koma með sitt eigið vídeóverk. Listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, listnemum og öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt og koma með sitt eigið vídeóverk til sýningar á meðan á viðburðinum stendur. Curver Thoroddsen mun leiða BYOB-viðburð Gerðarsafns. Curver er þekktastur fyrir gjörninga sína og vídeóverk þar sem listin og hversdagslegar athafnir renna saman.
 
23:00 – 00:00
Þín eigin hamingjustund. Pure Deli selur veitingar í notalegu umhverfi og bíður tvo fyrir einn á barnum! Tilvalið að setjast niður og njóta augnabliksins eftir viðburðarríka safnanótt. Arnljótur Sigurðsson – betur þekktur sem DJ Krystal Carma þeytir skífum með hugljúfri kvikmyndatónlist.
 
Hér má sjá heildardagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

21
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumarlestrargleði

22
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
maí
Bókasafn Kópavogs
12:15

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

23
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

24
maí
Salurinn
20:00

HILDUR

27
maí
01
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Plöntuskiptimarkaður

28
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

29
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

02
jún
16
jún
Gerðarsafn
09
jún
Gerðarsafn
Heiðar Kári

Sjá meira