27.ágú 17:00

Listasmiðja fyrir fullorðna | Hamraborg Festival

Gerðarsafn

Hlutbundin þrá | Guðlaug Mía Eyþórsdóttir leiðir listasmiðju fyrir fullorðna.

Verið velkomin á listasmiðju fyrir fullorðna föstudaginn 27. ágúst kl. 17:00.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir myndlistarmaður og þátttakandi í sýningunni Hlutbundin þrá leiðir skemmtilega listasmiðju þar sem gestum gefst kostur á að kanna ný sjónarhorn á umhverfi sínu í gegnum teikningu.
Í smiðjunni verður hlutum snúið á alla kanta – pæla, venda, hvolfa, sveigja, gaumgæfa og koma þeim svo óþekkjanlegum niður á blað!

 
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og erlendis.  Í myndlist sinni skoðar Guðlaug Mía tákn, hluti og rými hversdagsins, bæði nærumhverfi okkar og almenningsrými. Með því að umbreyta stærðum, efnum og formi kunnuglegra hluta kannar hún hvernig huglægar tengingar áhorfandans finna sér sínar eigin merkingar.

Hlutbundin þrá er samsýning átta samtímalistamanna frá Íslandi og Singapúr, sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Sýningin er samtíningur af klippimyndum, skúlptúrum, vídeóverkum og innsetningum. Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og langanir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

04
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Dr. Bæk í Kópavogi

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

01
júl
06
júl
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

12
ágú
17
ágú
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

16
maí
Gerðarsafn
09
jún
Gerðarsafn
Heiðar Kári

Sjá meira