Listsmiðja fyrir börn með Hönnu Dís Whitehead hönnuði í tengslum við sýningu hennar Snúning.
Hanna Dís Whitehead tekur annan snúning á fyrri verkum þar sem áhugaverðum efnivið, litum, formum og sögu er blandað saman á nýjan hátt.
Orka keðjuverkunar leiðir eitt af öðru, ein hugmynd ýtir á þá næstu.
Stundum væri tilvalið að taka annan snúning á gömlum hugmyndum með nýja vitneskju í farteskinu. Verkefni og aðferðir hafa þróast áfram og því komin tími til að fá á þau nýtt sjónarhorn.
Á sýningunni verða gerðar tilraunir til að búa til húsgögn úr því sem áður var ílát, blanda saman nýjum aðferðum á fyrri hugmyndir og fá sömu sjónrænu efnistilfinningu út úr ólíkum efnivið. Sum ferli fá tækifæri til að klárast en önnur taka flugið. Skúffuhugmyndir líta loksins dagsins ljós.