11.jún 14:00

Opnun | ALDA & Við getum talað saman

Gerðarsafn

Verið öll hjartanlega velkomin að vera viðstödd opnun tveggja nýrra sýninga

Verið öll hjartanlega velkomin að vera viðstödd opnun tveggja nýrra sýninga; ALDA & Við getum talað saman, í Gerðarsafni laugardaginn 11. júní kl. 14.
Báðar sýningar eru haldnar í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.

ALDA

ALDA er áhrifarík innsetning á mörkum dans og myndlistar, flutt af hópi kvendansara, þar sem danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og skoðar sérstaklega endurteknar hreyfingar og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna.
Titill verksins, Alda, endurspeglar bæði ölduna sem hreyfiform, en vísar líka í tímann og söguna, hið gamla og nýja.
Gestir geta staldrað við og notið sýningarinnar eins lengi og þeir vilja. Dansararnir verða í rýminu til 26. júní og aftur síðustu sýningarvikurnar. Verkið stendur sem innsetning allt til 4. september.

Listafólk: Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur, Eva Signý Berger hönnuður og Baldvin Þór Magnússon hljóðhönnuður 
Sýningarstjóri: Brynja Sveinsdóttir
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Anais Barthe, Halla Þórðardóttir, Heba Eir Kjeld, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Snædís Lilja Ingadóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir
Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík, Multiplie Dance Festival & DansiT, (Throndheim), Finlayson Art Area (Tampere)

Ljósmynd: Owen Fiene, 2021

Við getum talað saman

Listafólk úr Platform GÁTT (AX, FI, GL, IS)
Þurfum við að velta því fyrir okkur hvað Norðurlöndin þýða? Hvað Skandinavía þýðir? Þegar við sameinumst undir formerkjum slíkrar hugmyndar sjáum við að við erum bæði líkari og ólíkari en við töldum. Við deilum mörgu en ekki öðru. Við sjáum líka að hugmyndin er búin til – að við búum hana til. Hér sýnir ungt listafólk frá þessum norðurslóðum verk búin til í okkar síbreytilega veruleika.
Platform GÁTT er samstarfsverkefni fimm stórra þverfaglegra listahátíða og stofnana á Norðurlöndum sem hefur verið starfrækt frá árinu 2019. Lokaviðburðurinn fer fram á Listahátíð í sumar. Í þessu þriggja ára verkefni sem fór fram í fimm löndum beindist kastljósið að listafólki undir 35 ára aldri. Listafólkið kynntist þeim stofnunum sem koma að verkefninu með það að markmiði að manngera þessar stóru listastofnanir og opna að þeim dyr. Einnig hefur listafólkið myndað tengsl sín á milli og á milli landa. 
Listafólk: Constance Tenvik, Nayab Ikram, Laura Marleena Halonen (Ilmastokirkko), Ronja Louhivuori (Ilmastokirkko), Una Björg Magnúsdóttir, Loji Höskuldsson, Melanie Ubaldo.
Sýningarstjóri: Starkaður Sigurðarson
Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík, Bergen Festspillene, Helsinki Festival, Norðurlandahúsið í Færeyjum, Nuuk Nordisk Kulturfestival & Nordisk Kulturfond

Mynd: Constance Tenvik, Dressing Up Before Going Out (2021)

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira