Afmælisfagnaður á Bókasafninu

Um þessar mundir eru 65 ár síðan Lestrarfélag Kópavogs var stofnað, en Lestrarfélagið var stofnað til þess að halda utan um rekstur bókasafns. Starfsfólk bókasafnsins er því í hátíðarskapi.
„Lestrarfélagið var stofnað að frumkvæði Framfarafélags Kópavogs sem sagði að stofnuna væri óþarft að styðja með rökum því það væri augljóst að í svo fjölmennu bæjarfélagi yrði að vera bókasafn. Þetta er til marks um þá framsýni og metnað sem var ríkjandi í Kópavogi á þessum árum,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Jón úr Vör, sem síðar varð fyrsti bæjarbókavörðurinn í Kópavogi, var bóksali og hafði sambönd til þess að útvega bækur ódýrt, svo þó safnið væri lítið til að byrja með óx það hratt með útsjónarsemi og ráðdeild.“
Lísa segir hugsjónirnar sem voru til staðar við stofnun safnsins séu enn leiðarljós í starfinu. „Það var lögð áhersla á það að kaupa bæði fræðibækur og afþreyingu, því bókasafninu þótti mikilvægt að fólk gæti valið efni sem hugur þess stóð til. Einnig voru keypt tímarit, bæði á íslensku og öðrum málum, og ákveðið var að leggja sérstaka rækt við efni fyrir börn og unglinga. Allt þetta skiptir okkur ennþá máli – að safnið sé nokkurs konar gátt út í heiminn og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Á afmælisdaginn, 15. mars síðastliðinn, var gestum safnsins boðið upp á kaffi og súkkulaði og afsláttur var af varningi úr safnbúð. Í hádeginu kom svo sérstakur gestur: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, settist niður í mjúkan sófa og spjallaði við gesti um barnabækurnar sem mótuðu hann. Þar bar ýmislegt á góma – Hjalti litli, Palli var einn í heiminum og Tvíbytnan. Sömuleiðis átti Ármann góðar minningar um lestrarstundir með Enid Blyton.
Að spallinu loknu bauð Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður, Ármanni og áheyrendum hans í leiðsögn um sýninguna Áhrifavaldar æskunnar þar sem barnabækur síðustu 100 ára eru skoðaðar. Sýningin er á jarðhæð bókasafnsins og stendur til 28. mars.
Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Bókasafn Kópavogs
11
jan
Gerðarsafn

Sjá meira