Soffía Karlsdóttir
Soffía Karlsdóttir

Spennandi menningarvetur í kortunum

Soffía Karlsdóttir er boðar fjölbreytta viðburðadagskrá á komandi hausti.

Það er í nógu að snúast í menningarlífinu þessa dagana og starfsfólk í óða önn að gera allt klappað og klárt fyrir fjölbreytta og spennandi menningarviðburði sem bæjarbúum standa til boða. Í þessu þriðja árlega menningarblaði Kópavogs er skyggnst á bak við tjöldin í menningarstarfinu, rætt við listamenn, verðlaunahafa og aðstandendur menningarmála og dagskráin framundan reifuð. Af nógu er að taka og öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Menningarstarf bæjarins nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir eins og sjá má í nýútkominni ársskýrslu þar sem fram kemur að um tvö hundruð þúsund gestir mættu á menningarviðburði ársins 2021. Þetta eru færri gestir en fyrir kórónuveirufaraldurinn en sem betur fer eru öll teikn á lofti um að aðsókn sé á góðri leið með að hverfa aftur til fyrra horfs sem er spennandi áskorun fyrir okkur sem störfum að menningarmálum.

Fjölbreytt viðburðadagskrá

Afar fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur starfsfólks mótar og sinnir menningarstarfi í Kópavogi og skipulagði á síðasta ári ríflega áttahundruð viðburði. Aðsókn var mjög góð sem er okkur hvatning til að gera enn betur. Við erum líka stolt af því að hafa fengið til liðs við okkur marga af hæfustu listamönnum þjóðarinnar til að auðga og efla menningu og mannlíf bæjarins, en það er afar mikilvægur liður í menningarstarfinu.
Ein helsta áhersla í menningarstarfi bæjarins er að búa börnum og ungmennum eftirsóknarvert umhverfi og efla þau til þátttöku og samtals. Listir og skapandi greinar styrkja sjálfsmynd barna, auka víðsýni þeirra og opna á nýjar leiðir og tækifæri til þroska og tjáningar. Starfsfólk menningarmála hefur átt mjög náið samstarf við grunn- og leikskóla bæjarins en á síðasta ári tóku um tíu þúsund börn þátt í menningarstarfi sem sérstaklega var skipulagt fyrir þau. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að skoða metnaðarfulla dagskrá í miðopnu blaðsins þar sem stiklað er á stóru í starfseminni framundan.

Menningarupplifun fyrir alla

Um mitt þetta ár samþykkti bæjarstjórn Kópavogs nýja menningarstefnu þar sem höfuðáhersla er lögð á nýjar leiðir til að bæta aðgengi að menningarupplifun fyrir öll. Þar er meðal annars litið til aukins samstarfs við önnur svið, stofnanir og einstaklinga, breytts opnunartíma, möguleika á streymi frá viðburðum og ónýttra tækifæra sem kunna að felast í notkun á nýjum rýmum innan bæjarmarkanna fyrir öflugra menningarstarf. Þessir þættir verða efldir á komandi árum og er undirbúningur þegar hafinn.
Eitt af hlutverkum menningarstofnana er að endurspegla samfélagið á hverjum tíma og vera virkur þátttakandi í málefnum líðandi stundar. Þessi áhersla endurspeglast vel á síðum þessa efnisríka menningartímarits sem við vonum að þið njótið kæru bæjarbúar. Okkur er líka umhugað um að mæta óskum og þörfum ykkar hverju sinni og hvetjum ykkur til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins og koma með hugmyndir að því sem við getum gert betur.
Ég vona að þið lesendur góðir njótið lestursins og ég hlakka til að sjá ykkur í því ríkulega menningar- og mannlífsstarfi sem í boði er í Kópavogi.

Með kærri kveðju,
Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR