Heimili menningarinnar í Kópavogi

Viltu koma þínum menningarviðburði og fréttum á framfæri?

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að menningarmálin í Kópavogi eru nú kynnt undir nýju merki MEKÓ. MEKÓ stendur fyrir Menningu í Kópavogi og endurspeglar menningarstefnu Kópavogsbæjar sem felur í sér þrjár stefnuáherslur, þ.e. að Kópavogsbær leggur áherslu á að menningarstarf sé aðgengilegt öllum bæjarbúum, Kópavogsbær stendur vörð um sérstöðu og faglegt starf menningarhúsa bæjarfélagsins og Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið og deildir bæjarins og lista-, fræði-og vísindamenn úr ólíkum áttum.

Í byrjun september opnaði ný heimasíða MEKÓ sem hefur þann tilgang að kynna menningarlífið í Kópavogi.

Heimasíða MEKÓ er heimili menningarinnar í Kópavogi og er hugsuð sem vettvangur fyrir lista- og fræðifólk að koma sínum viðburðum, sýningum og menningartengdum fréttum á framfæri. Kópavogur er stórt bæjarfélag sem iðar af menningu og lífi og er hugmyndin sú að á nýju síðunni verði hægt að fá upplýsingar um allt hið blómlega menningarstarf sem fyrirfinnst í Kópavogi. Á heimasíðunni í dag er hægt að fá upplýsingar um viðburði og sýningar í menningarhúsunum en hugmyndin er að gefa öðrum færi á að koma sínu menningarstarfi á framfæri. MEKÓ hvetur því fólk að vera duglegt að senda á meko(hja)kopavogur.is fréttir og upplýsingar um viðburði sem eiga sér stað í Kópavogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

11
maí
Salurinn
15:00

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

11
maí
Menning í Kópavogi
13:00

Opnunarhátíð miðstöð menningar og vísinda í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

12
maí
Bókasafn Kópavogs
12:00

Sögustund með rithöfundi 

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR