Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Brúðuleikhús, kórpartý, krakkajóga og lúðrastuð. Verið hjartanlega velkomin á Barnamenningarhátíð í Kópavogi, laugardaginn 27. apríl.  Við erum komandi kynslóðirFjörug tónlistardagskrá í Salnum 12:00 – 12:40Krakkakór Kársness, Stórikór Kársness og Skólakór Kársness 13:00 – 13:25Skólahljómsveit Kópavogs ásamt Sölku Sól (á útisvæði) 13:30 – 13:50Barnakór og Skólakór Smáraskóla 14:00 – 14:25Kór Hörðuvallaskóla 14:30 – 14:50Kórar Hörðuvalla-, Kársnes- […]

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Anna María Bogadóttir arkitekt bregður ljósi á sögu Kársnessins en erindi hennar byggir á vinnu við byggðakönnun fyrir Kársnes. Í máli og myndum verður  farið yfir sérstöðu byggðar í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi. Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Um Önnu Maríu: Anna María er arkitekt og […]

Krakkaleiðsögn á sumardegi

Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður býður upp á krakkaleiðsögn um sýningar Sóleyjar Ragnarsdóttur og Þórs Vigfússonar, Hjartadrottningu og Tölur, staðir sem nú standa yfir í Gerðarsafni. Aðgangur á leiðsögnina er ókeypis og krakkar og fjölskyldur hjartanlega velkomin. —— Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og […]

List og náttúra – listsmiðja fyrir börn

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi.Náttúran verður skoðuð í […]

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]

Leslyndi með Lilju Sigurðardóttur

Leslyndi hverfist um yndislestur og uppáhaldsbækur. Þjóðþekktir rithöfundar stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum. Ævintýri og ástarsögur, dagbækur og draumráðningar, sígildar sögur og samtímaverk, orðið er frjálst. Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs í síðustu Leslyndisstundina fyrir sumarið og segir frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis […]

Sjálfsmyndir og minningar

Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmennafræðingur fjallar um minningar, sjálfsmyndir og tengsl þeirra við efnislega hluti í hádegisspjalli á Gerðarsafni. Erindið er haldið í tilefni af sýningu Sóleyjar Ragnarsdóttur, Hjartadrottningu, þar sem servíettusöfn allt frá miðri síðustu öld mynda hugmyndalegan grunn sýningarinnar. Fyrirlestur Gunnþórunnar fer fram inni i sýningu Sóleyjar. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á […]

Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn laugardaginn 1. júní kl. 12-15. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!

Dr. Bæk í Kópavogi

Dr. Bæk verður við Náttúrufræðistofu Kópavogs, laugardaginn 4. maí frá 13 – 15, og býður upp á fría ástandsskoðun á hjólum. Doktorinn kemur með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla,skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra. Alls konar spurningar leyfðar. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarblíðunni.

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum palestínsku útsaumshefðina tatreez. Leiðbeinendur eru Oroob AbuShawareb og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem […]

List og náttúra

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð […]

Sagnaganga: Fantasíur og hrollvekjur í Kópavogi

Bókasafn Kópavogs og furðusagnahátíðin IceCon fá rithöfundinn og Kópavogsbúann Emil Hjörvar Petersen á ný í lið með sér og efna til sagnagöngu fimmtudaginn 23. maí. Emil leiðir göngu um sögusvið nokkurra bóka sinna sem gerast í bænum (Víghólar, Dauðaleit, Hælið), segir m.a. frá tilurð þeirra og lýsir því hvernig umhverfið spannst inn í sögurnar. Gangan […]