Roof Tops flytja Bítlana

Hin gamalkunna hljómsveit Roof Tops mun leika og syngja lög hljómsveitarinnar The Beatles við íslenska texta eftir meistara íslenskrar textagerðarlistar, Þorstein Eggertsson, í Salnum 15. Október 2025. Allir tónlistarmennirnir voru eitt sinn meðlimir Roof Tops: Ari Jónsson Trommur og söngur Gunnar Guðjónsson bassaleikari Gunnar Ringsted gítarleikari og söngur  Vignir Bergmann gítarleikari og söngur Guðmundur Haukur […]

Þökkum fyrir lífið …

Jón Karl Einarsson kórstjóri fagnar 75 ára afmæli og jafnframt 50 ára starfsafmæli sem kórstjóri, með tónleikum í Salnum ásamt hinum ýmsu listamönnum. Á tónleikunum verður flutt efnisskrá fjölbreyttrar tónlistar sem flestir kannast við, í nýjum búningi. Öll lög efnisskrárinnar eru flutt við texta Jóns Karls, hvort sem er frumsömdum eða þýddum. Á efnisskránni eru […]

Aftur til fortíðar – Kvikmyndasýning

Í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs til kvikmyndaveislu þar sem sýndar verða tvær myndir úr smiðju Marteins Sigurgeirssonar sem sýna Kópavog í áranna rás. Aðgangur er ókeypis en sækja þarf frímiða hér að ofan. KÓPAVOGSBÝLIÐ Kópavogsbýlið var reist á árunum 1902 – 1904 af Erlendi Zakaríassyni sem lærði steinsmíði […]

Lúllabæ – Sigga Eyrún útgáfutónleikar

Sigga Eyrún fagnar útgáfu annarrar sólóplötu sinnar. Í þetta sinn er um að ræða frumsamin lög eftir Karl Olgeirsson og önnur falleg lög sem þau hafa sungið fyrir börnin okkar og vilja deila með heiminum. Platan kemur út á vínyl og geisladisk og verður að finna á helstu streymisveitum. Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs hafði […]

Morgunstund í myndlæsi

Verið hjartanlega velkomin á Morgunstund í myndlæsi fyrir fullorðna föstudaginn 8. ágúst kl. 10:00 í Gerðarsafni, þar sem við þar sem við tökum fram óvænt verk úr safneign Gerðarsafns og greinum það í sameiningu. Þorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og viðburða í Gerðarsafni, leiðir samræðurnar, sem gestir taka þátt í. Morgunstund í myndlæsi er ný viðburðaröð […]

Hóphugleiðsla fyrir laugardagskvöld | Skapandi sumarstörf

Á milli 17:00 og 17:50, laugardaginn 5. júlí, mun leikhópurinn Hlæja og gráta efna til hóphugleiðslu í Gerðarsafni sem gírar fólk upp fyrir helgina. Lesnar verða upp möntrur sem geta hjálpað fólki að fá aukið sjálfstraust, vera betri vinur vina sinna, ná betri árangri í ástarlífinu og komast í gott hugarfar fyrir laugardagskvöldið. Hvort sem […]

Lautarferðin

Komið með í Lautarferð! Boðið er upp á á ljúfa tóna í grennd við frábær útivistasvæði Kópavogs. Seinni viðburðurinn er haldinn í Rósagarðinum í Fossvogsdal, Kópavogsmegin. Skoða staðsetningu á Google maps. Hugmyndin er sú að fólk mæti, njóti lifandi tónlistar, með teppi og snarl í góðra vina hópi. Viðburðirnir bera heitið „Lautarferðin“ og bjóða upp […]

The Color Run

Litríkasti viðburður ársins snýr aftur 16. ágúst.Viðburðarsvæðið verður við stúku Kópavogsvallar.Sigga Ózk, Sigga Beinteins, Eva Ruza, Gústi B og Kiddi Bigfoot halda uppi stuði og stemningu á sviðinu. Hamingjuhlaupið The Color Run er haldið í Kópavogi í ár. Lesið allt um hlaupið og tryggið ykkur miða á heimasíðu The Color Run

Hamraborg Festival

Hamraborg Festival er lifandi listahátíð í hjarta Kópavogs. Hátíðin er haldin ár hvert í lok ágúst og markar þar með enda sumarsins með vikulöngum fögnuði listar og samfélagsins í Hamraborg. Hátíðin í ár hefst þann 29. ágúst og tekur yfir Hamraborgina til 5. September, 2025. Listin umlykur allt og öll eru velkomin! Allar sýningar og […]

Söngvar úr norðri og suðri

Föstudaginn 26. september næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn Ketilsson haldatónleika í Salnum. Á dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, EyþórStefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Francesco Paolo Tosti og Richard Wagner. Kristinn Sigmundsson hefur haft söng að aðalstarfi síðan 1984. Fyrst hér heima, en frá árinu 1989hefur hann að mestu […]

SÖGUSTUND | Örverk og leiklestrar

Starfsmenn Skapandi sumarstarfa í Kópavogi lesa upp úr örverkum sínum og leikverkum á Bókasafni Kópavogs, þriðjudaginn 1. júlí kl. 16:00. Verkefni sem fram koma: Iðunn Gígja KristjánsdóttirLes uppúr tragekómíska örverkasafninu Sjálfshatrið sem fylgir ofsoðnu pasta Ragnheiður GuðjónsdóttirFer með leiklestur upp úr örleikritasafninu Hvað er í vösunum? Kristín Þorsteinsdóttir & Sigríður Halla EiríksdóttirFara með leiklestur upp […]