18.des 12:15

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Kynning á draumadagbók í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki.

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.

Viðburðurinn er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon lauk námi á myndlistarbraut Listaháskóla Íslands (BA) áður hún hélt til Vínar í frekara listnám við Akademie der Bildende Kunste, þar sem hún útskrifaðist árið 2014. Hún vinnur í blandaða miðla; teikningar, skúlptúra, málverk, gjörninga, hljóð – og vídeó innsetningar. Hún vinnur verk sín út frá hugmyndum sem birtast í undirmeðvitundinni, á mörkum drauma og dagdrauma og hefur áhuga á að skoða eigin skynjun og skapandi ferli sem leið til sjálfsþekkingar.
Guðrún Vera Hjartardóttir nam listir í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1987–1991 og BA í Akademie Voor Beeldende Kunst í Enschede, Hollandi, á árunum 1991–1994 og lauk við listgreinakennslu (MA) frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Hún leggur áherslu á skúlptúr og innsetningar í rými og hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Á meðal sýninga má nefna: Rætur (Gallerí Hlemmur), Beðið eftir meistaraverki (Gerðarsafn), Velkomin(n) í mannheima (Listasafn Reykjavíkur), Happy days, experiences of the double (Broadway Gallery, New York), Looking at others (Umjetnicki paviljon u Zagrep, Króatía).

Mynd: Rudolf Steiner, fyrirlestur þann 4. júní 1924 í Dornach, Sviss. Kol á svörtum pappír. Rudolf Steiner Archive, Dornach.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

09
okt
Salurinn
09
okt
Bókasafn Kópavogs
09
okt
Bókasafn Kópavogs
10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn
18
des
Gerðarsafn

Sjá meira