18.des 12:15

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Gerðarsafn

Kynning á draumadagbók í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki.

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.

Viðburðurinn er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon lauk námi á myndlistarbraut Listaháskóla Íslands (BA) áður hún hélt til Vínar í frekara listnám við Akademie der Bildende Kunste, þar sem hún útskrifaðist árið 2014. Hún vinnur í blandaða miðla; teikningar, skúlptúra, málverk, gjörninga, hljóð – og vídeó innsetningar. Hún vinnur verk sín út frá hugmyndum sem birtast í undirmeðvitundinni, á mörkum drauma og dagdrauma og hefur áhuga á að skoða eigin skynjun og skapandi ferli sem leið til sjálfsþekkingar.
Guðrún Vera Hjartardóttir nam listir í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1987–1991 og BA í Akademie Voor Beeldende Kunst í Enschede, Hollandi, á árunum 1991–1994 og lauk við listgreinakennslu (MA) frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Hún leggur áherslu á skúlptúr og innsetningar í rými og hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Á meðal sýninga má nefna: Rætur (Gallerí Hlemmur), Beðið eftir meistaraverki (Gerðarsafn), Velkomin(n) í mannheima (Listasafn Reykjavíkur), Happy days, experiences of the double (Broadway Gallery, New York), Looking at others (Umjetnicki paviljon u Zagrep, Króatía).

Mynd: Rudolf Steiner, fyrirlestur þann 4. júní 1924 í Dornach, Sviss. Kol á svörtum pappír. Rudolf Steiner Archive, Dornach.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
júl
Salurinn
04
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

05
júl
Gerðarsafn
07
júl
Bókasafn Kópavogs
08
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
09
júl
Bókasafn Kópavogs
10
júl
Salurinn
11
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

Gerðarsafn

05
júl
Gerðarsafn
23
júl
Gerðarsafn
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Gerðarsafn
20
ágú
02
nóv
Gerðarsafn
20
ágú
Gerðarsafn

Sjá meira