Þjóðhátíðardaginn 17. júní munu Menningarhúsin í Kópavogi kynna til leiks nýtt og spennandi sumarverkefni fyrir alla fjölskylduna sem kallast Söfnum sumri.
Gestir sem heimsækja Menningarhúsin á 17. júní geta nálgast fjölbreytt og sumarleg verkefni og þrautir undir yfirskriftinni Söfnum sumri sem fjölskyldan getur notið að leysa saman á hátíðardaginn og unnið áfram að eftir hentugleika í allt sumar.
Verkefnið er samvinnuverkefni Menningarhúsanna og fjölbreytt eftir því, þar sem mismunandi áherslur hvers húss fá notið sín til fullnustu. Þannig verður meðal annars boðið upp á bókabingó og ljósmyndamaraþon, fjölbreytt náttúrutengd verkefni, borðaveifur, dúskagerð, fánasmiðju og margt fleira.
Hátíðardagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi
Kl. 13.00 – 16.00 á útivistarsvæðinu
Fjölskylduleikurinn Söfnum sumri
Skapandi sumarstörf: Spunapartý, DJ Marbendill, Garðakettirnir 2, útvarpsleikrit, myndlist og fleira
Sirkus
Húlladúlla
Fjölbreyttir útileikir
Kl. 14.00 & 15.00 í Salnum
Valgerður Guðnadóttir og Sigurður Helgi flytja sígræna sumarsmelli fyrir alla fjölskylduna
Bókasafnið og Náttúrufræðistofa eru opin 11:00 – 17:00 og Gerðarsafn 10:00 – 17:00 (ókeypis aðgangur).
Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá Kópavogsbæjar á 17. júní.