14.jan ~ 27.mar

AD INFINITUM | Elín Hansdóttir & Úlfur Hansson

Gerðarsafn

Áhrifaríkt samtal myndlistarmannsins Elínar Hansdóttur og hljóðlistamannsins Úlfs Hanssonar.

Sýningin Ad Infnitum í Gerðarsafni er áhrifaríkt samtal myndlistarmannsins Elínar Hansdóttur og hljóðlistamannsins Úlfs Hanssonar. Tvíeykið og systkinin kanna í sameiningu hárfína fyrirbærafræðilega þætti rýmistilfnningar. Elín og Úlfur bjóða áhorfandanum að dvelja í ógreinilegu rými sem erftt er að henda reiður á en í forgrunni er líkamleg viðvera í umhverf okkar.

Í alltumlykjandi innsetningum Elínar beitir hún skúlptúrum, ljósmyndum og sýningarýminu til að kanna óvissu, áttavillu, takmörk skynjunar og sjónrænar blekkingar. Fagurfræði hennar beinist ekki að því að valda óþægindum en frekar að vekja upp skynjun sem laðar fram áþreifanlega en um leið ólýsanlega upplifun þess að vera til staðar í rými.

Fjölrása, endurtekin samsetning Úlfs (sem geymir hljóðþátt innsetningarinnar) virkar sömuleiðis síður sem hljóðgrunnur en frekar sem virkt afl sem vísar vitund áhorfandans leið um sýningarrýmið.

Elín Hansdóttir (f. 1980) býr og starfar í Reykjavík og Berlín. Hún lærði við Listaháskóla Íslands, 1999-2003 og KHB-Weissensee í Berlín þar sem hún lauk MA gráðu árið 2006. Sem stendur er Elín í vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien. Meðal einkasýninga hennar eru Annarsstaðar í Ásmundarsal (2020) og Simulacra í i8 Gallery (2016). Meðal samsýninga má nefna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld (2021), Glass and Concrete í Marta Herford (2020) og Latent Shadow í Harbinger (2020). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects í London. Hún hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur síðar sama ár. Sem stendur er Elín í vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien í Berlín.

Þverfagleg listsköpun Elínar Hansdóttur sameinar skúlptúr, ljósmyndun og innsetningar til að skapa staðbundin verk þar sem hún leggur áherslu á upplifun áhorfandans og skynjun einstaklingsins er um leið ögrað. Mörg verka hennar eru leikur með rými og sjónhverfingar. Hún umbreytir rýmum og fyrirframgefnum mælikvörðum sem leiðir af sér að skilningarvitum áhorfandans er boðin birginn. Elín notar tækni á borð við sjónhverfingar, völundarhús og glettin brögð úr ljósmyndun.

Úlfur Hansson (f. 1988) lauk BA-prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu frá Mills College í Bandaríkjunum í kjölfarið. Hann hefur sent frá sér þrjár sólóplötur, Arborescence (2017), White Mountain (2013) og Sweaty Psalms (2008).

Úlfur hef­ur notið ýmsar viður­kenn­ingar fyr­ir list sína und­an­far­in ár. Hann hlaut m.a. verðlaun sem tón­skáld árs­ins í alþjóðlegu keppn­inni In­ternati­onal Rostr­um of Composers fyr­ir verk sitt So very strange, árið 2013. Úlfur hef­ur verið til­nefnd­ur til ís­lensku tón­list­ar­verðlaun­anna sem „bjart­asta von­in“, hann hef­ur samið tón­verk til flutn­ings fyr­ir Tect­onics-hátíðina und­ir stjórn Ilans Volkovs, fyr­ir frönsku út­varps­hjóm­sveit­ina L’Orchestre De Radio France, Nordic Af­fect og Kronos-kvart­ett­inn svo eitt­hvað sé nefnt. Tvær af plötum hans hafa verið tilnefndar til Kramer verðlaunanna. Úlfur Hansson er hvað þekktastur fyrir að hafa fundið upp á og skapað sitt eigið hljóðfæri, Segulhörpuna. Hann hlaut Guthman Musical Instrument verðlauninn í Georgíu í Bandaríkjunum og Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir hljóðfærið. Segulharpan er handgerð, hún er í senn órafmögnuð og rafmögnuð. Það eru tuttugu og fimm strengir inni í henni, hljóðin úr henni eru órafmögnuð eins og t.d. úr kassagítar eða sellói. Henni er stýrt með stafrænu hljómborði sem nemur snertingu fingurgómanna og hægt er að stjórna hörpunni með tölvu.

LISTAFÓLK

Elín Hansdóttir

Úlfur Hansson

SÝNINGARSTJÓRN

Elín og Úlfur Hansbörn

UPPHITUN

Horfðu og hlustaðu

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira