30.nóv 14:00 - 17:00

Aðventuhátíð Kópavogs

Menning í Kópavogi | Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn | Náttúrufræðistofa Kópavogs | Salurinn

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin verða tendruð við hátíðlega athöfn þar sem jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og syngja falleg og skemmtileg jólalög.

Boðið verður upp á fjölbreyttar aðventusmiðjur frá klukkan 15. Pólsk brúðusmiðja, fóðurkönglagerð fyrir fugla, jólagjafasmiðjur, jólatónlist og lesið verður upp úr jóladagatali sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur skrifaði upp úr hugmyndum barna í Kópavogi.

Systir jólasveinanna mætir með fullt af tröllafötum úr Grýluhelli og býður mannabörnum að klæða sig sem tröllabörn. Tröllastelpa kennir krökkum á öllum aldri að dansa við dillandi jólalög. Og að sjálfsögðu mæta jólasveinar á svæðið og leiða dans í kringum jólatréð ásamt vinkonu sinni henni Rófu.

Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja fallega jólatónlist á aðventutónleikum á bókasafninu. Í forsal Salarins mun bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, Kristofer Rodriguez Svönuson, trommu- og slagverksleikari bjóða upp á jólajazz ásamt Daníel Helgasyni gítarleikara og Hannesi Helgasyni hljómborðsleikara.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Dagskrá:

Bókasafn Kópavogs
15:00-16:30 Skreytum jólatré Gloríu
15:00-16:30 Jóladýr og jólaverur – föndur
15:00-16:30 Jólagjafasmiðja 11+ – þrívíddarpennar og perluarmbönd
15:15 / 15:45 / 16:15 Jólasögustund með Eygló Jónsdóttur
16:00 Jólatónleikar með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs

Jólaratleikur og innpökkunarstöð á opnunartíma safnsins.

Gerðarsafn
14:00-16:00 Pólsk brúðusmiðja með Styrmi Erni Guðmundssyni og Agötu Mickiewicz 
15:00 -17:00 Sunna Ben þeytir skífum á Krónikunni.
Sýningarnar Gerður grunnsýning, Óstöðugt land og Parabóla eru opnar.

Náttúrufræðistofa
15:00-16:30 Fóðurkönglagerð fyrir fugla
Grunnsýning Náttúrufræðistofu verður opin.

Salurinn
15:00 – 15:40
Jólajazz bæjarlistamannsins
Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur og slagverk, Daníel Helgason á gítar og Hannes-Helgaon á hljómborð.

Á útisvæði

Frá klukkan 15 – 16:30 verður hægt að prófa að klæða sig í alls kyns skemmtileg tröllaföt úr jólalundi og læra jóladansa.

16:30 Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólalega hátíðarsveiflu undir stjórn Össurar Geirssonar.

16:55 Kórar Smáraskóla og Hörðuvallaskóla flytja jólalög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.

17:00 Jólaljósin tendruð. Jólaverur úr Jólalundi stíga á stokk og slegið verður upp dansleik í kringum jólatréð.

Deildu þessum viðburði

30
nóv
Menning í Kópavogi

Sjá meira

21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Bókasafn Kópavogs
28
nóv
Salurinn
20:00

Friðarjól

29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

30
nóv
Menning í Kópavogi
01
des
Menning í Kópavogi
04
des
Bókasafn Kópavogs
04
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira