14.nóv 2025 ~ 15.nóv 2025

Af dularfullum röddum skelja

Náttúrufræðistofa Kópavogs

🐚 🐚 Hljóðinnsetning og lifandi tónlistarflutningur í Náttúrufræðistofu Kópavogs 🐚 🐚

Hvernig óma „skeljatalarar”? Er hægt að mæla muninn á hljóðrými sæeyra og fílasnúðs skelja? Hvað er djúpkrota, gormnefja og gjallarhnoðri?

Þetta og margt fleira tengist nýju innsetningarverki Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, “Af dularfullum röddum skelja” sem býður gestum og gangandi að kynnast skeljum og safnaeign Náttúrufræðistofu Kópavogs á nýja og spennandi vegu dagana 14.-15. nóvember.

Innsetningin er jafnframt gerð fyrir lifandi tónlistarflutning en hann verður í höndum Nordic Affect sem stígur inn í innsetninguna og spilar laugardaginn 15. nóvember kl. 15 og svo aftur kl. 16
Viðburðurinn er haldinn í tilefni af því að skeljasafn Jóns Bogasonar er nú aftur til sýnis á safninu. Af dularfullum röddum skelja tekur útgangspunkt í forvinnu Höllu Steinunnar á safninu ásamt Halldóri Arnari Úlfarssyni sem hefur jafnframt hannað splunkunýja skeljatalara fyrir innsetninguna.

Halla Steinunn Stefánsdóttir er tónskáld, fiðluleikari, kúrator og listrannsakandi sem starfar á sviði raftónlistar, hljóðlistar og skapandi gervigreindar fyrir tónlistarflutning. Tónsköpun hennar og rannsóknir kanna samspil manns og “meira-en-manns” (more-than-human), og það atbeini og samfélagsleg tengsl sem myndast. Verk hennar hafa hafa náð til gesta í borgarumhverfi, í grasagörðum, tónleikasölum, söfnum og gegnum útvarpsbylgjur.
Halldór Úlfarsson er myndlistarmaður og hönnuður en hefur undanfarin ár aðallega þróað hljóðfæri. Hann fann upp dórófóninn (rafakústískt strengjahljóðfæri fyrir fídbakk) og vinnur sem hljóðfærasmiður fyrir Intelligent Instruments Lab við Háskóla Íslands.

Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistarhópur. Gagnrýnendur innanlands og utan hafa hælt hópnum í hástert, m.a. fyrir ‘ineffable synergy between the performers’ (San Francisco Classical Voice), lýst honum sem ‘multi-disciplinary force of nature’. (A Closer Listen) og sem gersemi í íslensku tónlistarlífi (Fréttablaðið). Hópurinn er styrktur af Menningarsjóði Reykjavíkurborgar og Tónlistarsjóði Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins.

Verkefnið Af dularfullum röddum skelja er styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEFs auk Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
06
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs
08
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira