29.ágú ~ 05.sep

Af ýmsum gerðum I Stúdíó JÁH Jóhanna Ásgeirsdóttir, Ásgerður Heimisdóttir

Menning í Kópavogi

Gerðarsafn

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið myndmál og efnivið. Í verkin fléttast vísanir til Ásgerðar Búadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttir og Nínu Tryggvadóttur. Við litum sérstaklega til verks Ásgerðar, Sjö lífsfletir, þar sem hún minnist listkvenna, meðal annars Eyborgu og Nínu, sem höfðu verði samferðarfólk hennar í gegnum listalífið en sem létust fyrir aldur fram. Efnisval okkar endurspeglar þessa forvera okkar, Jóhanna vinnur með steint gler eins og Gerður gerði mikið og Ásgerður Heimisdóttur vinnur með textíl og fundið efni eins og nafna sín Búadóttir. Innan um glerið glittir í slípaða steina, en þeir koma úr steinasafni Gyðu Jónsdóttir, ömmu Jóhönnu. Gyða var nefnilega líka glerlistakona sem lést fyrir aldur fram, steinana hafði hún ætlað að nota í glerlisaverk. Við hugsuðum um formæður og móðurhlutverkið, verandi sjálfar tiltölulega nýbakaðar mæður. Ásgerður Búadóttir eignaðist þrjú börn. Afkomendur Ásgerðar vinna nú að því að skrá verk og sýningarsögu hennar og deila því ferli á samfélagsmiðlum. Fram kemur í ævisögu Gerðar að hún kaus að eignast ekki börn, hún taldi móðurhlutverkið ósamræmanlegt við líf listamannsins. Við reynum nú sjálfar að átta okkur á þessum samhæfingardans, sem okkur er sagt að sé innan handar fyrir hina íslensku ofurkonu, að rækta sjálfið, starfsferilinn og fjölskyldulífið í fullkomnu jafnvægi. Hvernig sem því líður fundum við allavega báðar fyrir því að þurfa að jarðtengja okkur og kynnast sjálfinu upp á nýtt eftir að hafa fórnað líkama og sál til elsku barnanna okkar, dúkkuðum upp úr fæðingarorlofi þyrstar í að skapa.

Jóa og Ása eru vinkonur til 20 ára. Frá fyrstu kynnum í Myndlistaskóla Reykjavíkur hafa líf þeirra fléttast saman.

Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni.

Ásgerður Heimisdóttir (1993) er textíllistamaður og hönnuður. Ása vinnur með orð, texta, prjón, vefnað, klippimyndir og teikningu. Hún hefur stundað nám við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún situr í ritstjórn
Vía vefútgáfu og Uppskeru listmarkaðar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá As We Grow ásamt því að stýra listasmiðjum á söfnum og sinna öðrum skapandi verkefnum.

Of Various Kinds is a research project by two women on their own creative processes and positions in society as creative women compared to their foremothers. The exhibition is an ode to Gerður Helgadóttir, a pioneer and remarkable woman, whose name Gerðarsafn bears. We use her works as templates or scaffolding. We fill the negative spaces in her delicate metal sculptures with our own imagery and materials. The works incorporate references to Ásgerður Búadóttir, Eyborg Guðmundsdóttir, and Nína Tryggvadóttir. We specifically look at Ásgerður’s work Seven Lives, where she commemorates female artists, including Eyborg and Nína, her colleagues who passed away prematurely. Our material choices reflect these predecessors: Jóhanna works with stained glass as Gerður did extensively, and Ásgerður Heimisdóttir works with textiles and found objects, like her namesake Búadóttir. Among the glass, there are glimpses of polished stones, which come from the rock collection of Gyða Jónsdóttir, Jóhanna’s grandmother. Gyða was also a glass artist who died prematurely, intending to use these stones in her glass works. We thought about our foremothers and motherhood, being relatively new mothers ourselves. Ásgerður Búadóttir had three children. Ásgerður’s descendants are now working to document her works and exhibition history and share this process on social media. It is noted in Gerður’s biography that she chose not to have children, believing that motherhood was incompatible with the life of an artist. We are now trying to navigate this balancing act, which we are told is within reach for the Icelandic superwoman: cultivating the self, career, and family life in perfect harmony. Regardless, we both felt the need to ground ourselves and get to know ourselves anew after having sacrificed body and soul to our beloved children, emerging from maternity leave thirsty to create.

Jóa and Ása have been friends for 20 years. From their first encounter at the Reykjavik School of Visual Arts, their lives have intertwined.

Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) is an artist and teacher. She works with installations, experiences, and sculptures inspired by natural sciences and environmental issues. She holds a bachelor’s degree in fine arts from New York University and a master’s degree in art education from the Iceland University of the Arts. She has participated in and curated art exhibitions in Iceland, Berlin, and New York. She currently works as the artistic director of the art festival List án landamæra, as a teacher at the Reykjavik School of Visual Arts, and on various creative projects.

Ásgerður Heimisdóttir (1993) is a textile artist and designer. Ása works with words, text, knitting, weaving, collage, and drawing. She has studied in the textile department of the Reykjavik School of Visual Arts and in product design at the Iceland University of the Arts. She is on the editorial board of the online publication Vía and the art market Uppskera. She currently works as a project manager at As We Grow, as well as leading art workshops in museums and engaging in other creative projects.

Exhibition venue: Gerðarsafn.
August 29-September 5, 2024.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
21
sep
Bókasafn Kópavogs
22
sep
Gerðarsafn
23
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira