29.ágú ~ 05.sep

Af ýmsum gerðum | Jóhanna Ásgeirsdóttir og Ásgerður Heimisdóttir

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Af ýmsum gerðum er rannsóknarvinna tveggja kvenna á eigin sköpunarferli og stöðu í samfélaginu sem skapandi konur í samanburði við formæður. Sýningin er óður til Gerðar Helgadóttur, brautryðjenda og kvennskörungs, nafn hverrar Gerðarsafn ber. Við notum verkin hennar sem skapalón eða stillansa. Við fyllum upp í neikvæða rýmið í fíngerðu málmskúlptúrum hennar með okkar eigið myndmál og efnivið. Í verkin fléttast vísanir til Ásgerðar Búadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttir og Nínu Tryggvadóttur. Við litum sérstaklega til verks Ásgerðar, Sjö lífsfletir, þar sem hún minnist listkvenna, meðal annars Eyborgu og Nínu, sem höfðu verði samferðarfólk hennar í gegnum listalífið en sem létust fyrir aldur fram. Efnisval okkar endurspeglar þessa forvera okkar, Jóhanna vinnur með steint gler eins og Gerður gerði mikið og Ásgerður Heimisdóttur vinnur með textíl og fundið efni eins og nafna sín Búadóttir. Innan um glerið glittir í slípaða steina, en þeir koma úr steinasafni Gyðu Jónsdóttir, ömmu Jóhönnu. Gyða var nefnilega líka glerlistakona sem lést fyrir aldur fram, steinana hafði hún ætlað að nota í glerlisaverk. Við hugsuðum um formæður og móðurhlutverkið, verandi sjálfar tiltölulega nýbakaðar mæður. Ásgerður Búadóttir eignaðist þrjú börn. Afkomendur Ásgerðar vinna nú að því að skrá verk og sýningarsögu hennar og deila því ferli á samfélagsmiðlum. Fram kemur í ævisögu Gerðar að hún kaus að eignast ekki börn, hún taldi móðurhlutverkið ósamræmanlegt við líf listamannsins. Við reynum nú sjálfar að átta okkur á þessum samhæfingardans, sem okkur er sagt að sé innan handar fyrir hina íslensku ofurkonu, að rækta sjálfið, starfsferilinn og fjölskyldulífið í fullkomnu jafnvægi. Hvernig sem því líður fundum við allavega báðar fyrir því að þurfa að jarðtengja okkur og kynnast sjálfinu upp á nýtt eftir að hafa fórnað líkama og sál til elsku barnanna okkar, dúkkuðum upp úr fæðingarorlofi þyrstar í að skapa.

Jóa og Ása eru vinkonur til 20 ára. Frá fyrstu kynnum í Myndlistaskóla Reykjavíkur hafa líf þeirra fléttast saman.

Jóhanna Ásgeirsdóttir (1993) myndlistarmaður og kennari. Hún vinnur innsetningar, upplifanir og skúlptúra innblásna af raunvísindum og umhverfismálum. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, Berlín og New York. Hún starfar nú sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar List án landamæra, sem kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og við ýmis skapandi verkefni.

Ásgerður Heimisdóttir (1993) er textíllistamaður og hönnuður. Ása vinnur með orð, texta, prjón, vefnað, klippimyndir og teikningu. Hún hefur stundað nám við textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur og vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún situr í ritstjórn
Vía vefútgáfu og Uppskeru listmarkaðar. Hún starfar nú sem verkefnastjóri hjá As We Grow ásamt því að stýra listasmiðjum á söfnum og sinna öðrum skapandi verkefnum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

08
sep
Salurinn
09
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Menning í Kópavogi
12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira