Just Drink Tea er róttæk tilraun til þess að fanga augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „drekkið bara te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem „eitthvað æðra“ en finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka þátt í röð ljóðrænna og skynrænna sálaræfinga.