15.ágú 13:00 ~ 19.ágú 16:00

BókaKrakkar – hvernig verður bókin til?

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn
Bókasafn Kópavogs býður skáldum á aldrinum 9 til 12 ára á stefnumót við rithöfunda á sumarnámskeiði í ágústmánuði.

Krakkarnir kanna bókasafnið, lesa bækur, tala um bækur, leggja drög að sínum eigin bókum, kynnast því hvernig bækur verða til og spjalla við höfunda uppáhalds bókanna sinna. Flottir rithöfundar heimsækja hópinn og farið verður í vettvangsferðir í bókaforlög og á LindasafnI.

Námskeiðið hentar öllum krökkum sem hafa gaman af því að segja sögur. Að námskeiði loknu hafa krakkarnir fengið innsýn inn í störf rithöfunda og hafa prófað að skrifa sögur eftir ýmsum aðferðum. Krakkarnir æfa sig að vinna bæði saman og sjálfstætt og þjálfa sig í að taka gagnrýni og veita hana. Ekki síður er mikilvægt tækifærið til að lesa bækur, skiptast á skoðunum um þær og læra að umbreyta lestri í sköpunarkraft.

Námskeiðið fer fram á aðalsafni dagana 15. – 19. ágúst og stendur frá kl. 13:00 – 16:00 alla dagana.

Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Öll börn fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu. Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 15 börn.
Börn sem eru með lögheimili utan Kópavogs þarf að skrá með því að senda tölvupóst á gretabjorg@kopavogur.is

Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, deildarstjóri barnastarfs, í síma 441 6800 eða í tölvupósti á gretabjorg@kopavogur.is.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

03
maí
08
jún
Salurinn
13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Salurinn
14
maí
Gerðarsafn
15
maí
Gerðarsafn
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

18
maí
Salurinn
13:30

Vistarverur

18
maí
Salurinn
24
maí
Salurinn
28
maí
04
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

13
maí
Bókasafn Kópavogs
14
maí
Bókasafn Kópavogs
16
maí
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
maí
Bókasafn Kópavogs
20
maí
Bókasafn Kópavogs
21
maí
Bókasafn Kópavogs
21
maí
Bókasafn Kópavogs
22
maí
Bókasafn Kópavogs
22
maí
Bókasafn Kópavogs
28
maí
04
jún
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira