Á Corpus má finna verk eftir Arvidu Byström, Herttu Kiiski, Jeanette Ehlers, Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka, Salad Hilowle & Sunnevu Ásu Weisshappel, sem vinna innan efnisleika, vefnaðar, skúlptúrs og ljósmyndunar. Með ólíkum aðferðum rannsaka listamennirnir samband okkar við líkamann, mannlega tilveru og hvernig við tengjumst umhverfi okkar. Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugt ílát heldur síkvikur og samofinn umhverfi sínu.
Arvida Byström vinnur í ýmsa ólíka miðla en verk hennar beina sjónum að internetinu og samfélagslegum, fagurfræðilegum og efnahagslegum þáttum þess. Hún er þekkt fyrir að nota ofurkvenlega fagurfræði til að skoða hinar mörgu hliðar kvenleika, sjálfsmyndar, líkamsímyndar, félagslegri dýnamík, nýja tækni og lögmál hagkerfisins með ljósmyndum, performans og skúlptúr.
Hertta Kiiski vinnur með efnis, saum, ljósmyndun, vídeó og skúlptúr, og notar þessa miðla til að endurstilla hugmyndir um mennsk og ó-mennsk sambönd. Í verkum sínum leitast hún við að endurskilgreina hugmyndir okkar um mannöldina, lofslagsbreytingar og ábyrgð mannsins.
Jeanette Ehlers er afró-karabísk-dönsk listakona með aðsetur í Kaupmannahöfn. Verk hennar byggja á skynjunarlegri og líkamlegri reynslu af tilveru svartra. Hún kannar sögu svartra upplifana og hvernig framsetning og staðalmyndir hins svarta líkama hafa áhrif á persónulega sjálfsmynd og sögu svartra.
Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka kanna tengsl mannsins við umhverfi okkar, loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á náttúruna. Verk þeirra taka á þáttum varðandi að tilheyra, og skoða líkama og sjálfsmynd í tengslum við náttúruna og hið ómannlega.
Í verkum Sunnevu Ásu Weisshappel notar hún efni, hár og litarefni til að búa til striga sem vísa í líkamann og kvenleg form. Vídeóverk, skúlptúrar og málverk sem eru lifandi, full af líkamlegri efniskennd.
Salad Hilowle er sómalísk-sænskur kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður með aðsetur í Stokkhólmi. Í nálgun sinni leggur hann áherslu á framsetningu Afró-Svía í menningarsögunni þar sem hann endurheimtir gleymdar sögur. Verk hans skoða kraft svarta líkamans en einnig kraft staðalmynda. Sem sjónrænn sagnamaður fer Hilowle vandlega yfir sögulegar frásagnir sem sitja eftir í sameiginlegri vitund okkar og draga fram ný sjónarhorn án þess að glata þeim margbreytileika og blæbrigðum sem gegnsýra viðfangsefnin.
Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.