Verið velkomin á opnun Listahátíðarinnar Cycle, fimmtudaginn 25. október kl.19:00 í Gerðarsafni. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar. Sýningin í Gerðarsafni ber undirtitilinn Einungis allir í sýningarstjórn Jonatan Habib Engqvist.
Guðný Guðmundsdóttir, listrænn stjórnandi bíður gesti velkomna og bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Ármann Kr. Ólafsson setur hátíðina. Adam Christensen, Bendik Giske og Bryndís Björnsdóttir fremja gjörninga á opnun og frumflutt verður ný ópera eftir Þráinn Hjálmarsson.
Eftirpartý verður frá kl. 22 á Microbar, Nýbýlavegur 8, happy-hour tilboð allt kvöldið
Frekari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www.cycle.is
Listamenn:
Adam Christensen | Anna Júlía Friðbjörnsdóttir | Anna Rún Tryggvadóttir | Áki Ásgeirsson | Athena Farrokzhad | Bendik Giske | Björk Viggósdóttir | Bryndís Björnsdóttir | Childish Gambino | Countesse Malaise | Darri Lorenzen | Erla S. Haraldsdóttir | Haraldur Jónsson | Hulda Rós Guðnadóttir | Jeannette Castioni + Þuríður Jónsdóttir | Jeannette Ehlers | Jesper Pedersen | Julie Edel Hardenberg | Joseph Beuys | Julius von Bismarck + Julian Charrière | Karólína Eiríksdóttir | Kaj Duncan David | Lap-See Lam + Wingyee Wu | Libia Castro + Ólafur Ólafsson | Magnus Sigurdarson | Margrét H Blöndal | María Dalberg | Melanie Ubaldo | Meriç Algün | Pétur Eggertsson | Pinar Öğrenci | Rama Gottfried | Sara Kramer | SKERPLA | Slavs and Tatars | Steinunn Gunnlaugsdóttir | Stellan Veloce | Tyler Friedman | Unnar Örn | Uyarakq | Þórunn Gréta Sigurðardóttir | Þráinn Hjálmarsson + Brynjar Sigurðarson + Veronika Sedlmair
Mynd: Bryndís Björnsdóttir
Af vopnum, 2018