Krakkar úr Skólahljómsveit Kópavogs spila inn vorið í frábærri sveiflu á Barnamenningarhátíð. Lög úr öllum áttum, gömul og ný. Abba, salsa-sveifla, íslensku sumarlögin og músík sem er gaman að dilla sér við og jafnvel marsera í takt. Stjórnandi er Össur Geirsson.
Tónleikarnir fara fram utandyra í einmuna sumarblíðu – á svæði fyrir framan Salinn og Bókasafn Kópavogs. Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis og öll hjartanlega velkomin.